Baráttuglatt íslenskt lið tapaði 14. ágúst 2004 00:01 Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18 Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum í Aþenu með fjórum mörkum, 30-34, gegn heimsmeisturum Króata í gær. Íslenska liðið gafst aldrei upp í leiknum þótt Króatar virtust nokkrum sinnum vera að stinga af og barátta íslensku strákanna hélt þeim inni í leiknum. Það var nokkur getumunur á liðunum og Króatar höfðu mun minna fyrir hlutunum. Króatar leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 12-16, en náðu mest sex marka forskoti í tvígang í seinni hálfleik. „Maður er aldrei ánægður með að tapa og að mínu mati vantaði herslumuninn hjá okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson dapur eftir leikinn. „Við fórum oft og illa að ráði okkar. Þessi mistök voru dýr og komu þegar við fengum tækifæri til þess að komast inn í leikinn.“ Íslenska liðið fékk allt of mörg hraðaupphlaupmörk á sig og markvarslan var svo gott sem engin. Þrátt fyrir það voru margir ljósir punktar í leik liðsins. „Þrátt fyrir að markvarslan hafi verið lítil fannst mér vörnin standa sig mjög vel. Sóknarleikurinn var líka á köflum mjög góður. Það var margt jákvætt í þessu en mistök okkar urðu okkur að falli,“ sagði Guðmundur en hann var sammála því að það væri allt annar bragur á leik íslenska liðsins. „Það er mjög góður andi í liðinu og menn eru að berjast til síðasta blóðdropa út leikinn og það er gott veganesti upp á framhaldið. Mér finnst við eiga helling inni og við ætlum að berjast áfram og gefa okkur alla í þetta.“ Ólafur Stefánsson var að venju miðpunktur sóknarleiksins og átti þátt í 20 af 30 mörkum liðsins, skoraði átta sjálfur og átti að auki 12 stoðsendingar. Guðjón Valur Sigurðsson var án nokkurs vafa besti leikmaður íslenska liðsins en hann átti sannkallaðan stórleik. Því miður þá dugði stórleikur hans ekki til að þessu sinni. „Þrátt fyrir úrslitin þá var þetta fínn leikur hjá okkur. Við börðumst allan tímann og gáfum okkur alla í þetta. Án þess að ég sé að lofa heimsmeistarana of mikið þá eru þeir heimsmeistarar og þeir sýndu mátt sinn í dag þegar við nálguðumst þá,“ sagði Guðjón Valur og bætti við að mörg mistök voru liðinu dýr. „Við réttum þeim boltann og þeir fá fjölda marka nánast gefins hjá okkur. Annars var fínt að spila hérna og við getum lært helling af þessu,“ sagði Guðjón Valur sem skoraði 7 mörk og fiskaði að auki 4 víti í leiknum. Ísland–Króatía 30–34 (12–16)Leikmenn Skot/víti-Mörk (stoðs.) Ólafur Stefánsson 8/2-15/3 (12) Guðjón Valur Sigurðsson 7-9 (1) Sigfús Sigurðsson 5-7 (0) Jaliesky Garcia Padron 5-14 (2) Einar Örn Jónsson 2-2 (1) Róbert Gunnarsson 1/1-2/2 (0) Dagur Sigurðsson 1-4 (3) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (1) Gylfi Gylfason 0-1 (2) Ásgeir Örn Hallgrímsson 0-1 (0) Markverðir Skot/víti-varin (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelsson 1-19/1 (5%) Roland Valur Eradze 6-22/1 (27%) Tölfræðin Ísland–KróatíaHraðaupphlaupsmörk: 7–11 (Guðjón 3, Sigfús 2, Ólafur, Garcia). Vítanýting (fiskuð): 3 af 5 (Guðjón 4, ÓIafur). Varin skot í vörn: 2–7 (Guðjón, Sigfús). Tapaðir boltar: 15–12 Brottvísanir (í mín): 16–18
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sjá meira