Sport

Aþena draumur hryðjuverkamannsins

Blaðamaður breska blaðsins The Sunday Mirror segir Ólympíuleikana í Aþenu vera „draum hryðjuverkamannsins“ eftir að hafa stundað smá tilraunamennsku í þeim efnum undanfarið. Blaðamaðurinn, Bob Graham að nafni, segist hafa fengið vinnu sem bílstjóri hjá verktaka sem starfar við leikana og í kjölfarið hafi hann getað vafrað í kringum Ólympíuleikvanginn að vild og komist í nálægð við háttsetta menn og þjóðarleiðtoga á meðan opnunarhátíðin fór fram síðastliðinn föstudag. Hann segist einnig hafa komið fyir pökkum hér og þar sem litu út eins og sprengjur, algjörlega óáreittur. Ennfremur kveðst Graham hafa orðið sér úti um tvö aðgangskort, eða passa, sem veita honum aðgang að ýmsum svæðum og atburðum. Nöfnin sem hann notaði í passana voru Michael Mouse og Robert bin Laden.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×