Sport

Neitaði að keppa vegna stríðs

Íranskur júdókappi neitaði að keppa við ísraelskan andstæðing sinn á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag sökum stríðsins á milli Ísraela og Palestínumanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Íraninn, Arash Miresmaeili að nafni, sagði eftir að dregið hafði verið um hverjir ættu að mætast í fyrstu umferð og í ljós kom hver andstæðingur hans væri að hann myndi ekki keppa við Ísraelsmanninn Ehud Vaks vegna samúðar sinnar og stuðnings við Palestínumenn. Íraninn er því fallinn úr keppni en hann er tvöfaldur heimsmeistari og núverandi handahafi titilsins og þótti því líklegur til að vinna til gullverðlaunanna í sínum þyngdarflokki júdókeppninnar í Aþenu. Myndin var tekin af Miresmaeili á setningarathöfn Ólympíuleikanna á föstudaginn þar sem hann var fánaberi íranska Ólympíuhópsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×