Lifandi hreyfing 13. október 2005 14:31 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Þótt það hljómi kannski ótrúlega í eyrum einhverra var sú tíð að ýmsir núverandi forystumenn þjóðarinnar voru reiðir ungir menn og hneykslaðar ungar konur; fannst umbætur í þjóðfélaginu ganga of seint fyrir sig, kvörtuðu yfir stöðnun og hugmyndaleysi, deildu á þáverandi valdhafa og létu jafnvel ögrandi orð falla. Fyrir því eru traustar sögulegar heimildir að í hópi ungs fólks sem lét að sér kveða með slíkum hætti í þjóðmálaumræðunni á áttunda áratugnum hafi verið Davíð Oddsson núverandi forsætisráðherra og ýmsir samstarfsmenn hans, svo sem Geir Haarde, Björn Bjarnason, Kjartan Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þáverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins höfðu áhyggjur af því að "uppreisn frjálshyggjunnar" í flokknum, eins og hreyfingin var gjarnan nefnd, gæti haft vandræði í för með sér. Þeir voru líklega búnir að gleyma því að einu sinni voru þeir sjálfir ungir og vígreifir; að átök kynslóða og togstreita um hugmyndir, áherslur og vinnubrögð eru eðlilegur og óhjákvæmilegur þáttur í stjórnmálahreyfingu sem ætlar ekki að daga uppi. Fylkingin, sem vann glæsilegan sigur í stjórnarkjöri í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á laugardaginn, er skipuð ungu fólki sem haft hefur efasemdir um ýmislegt sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa staðið fyrir á undanförnum mánuðum, þar á meðal fjölmiðlafrumvarpið. Það er tímanna tákn að viðhorf þess hafa ekki síst birst á netinu og hefur eitt fjörlegasta pólitíska vefritið, Deiglan, verið vettvangur þess. Þetta er nútímafólk sem vill að Sjálfstæðisflokkurinn haldi í heiðri hugsjónir sínar og fyrirheit en láti valdapólitík ekki stýra för meira en eðlilegt er. Hópurinn, sem beið lægri hlut í Heimdallarkosningunni, er í sjálfu sér ekki á öndverðum meiði við sigurvegarana í neinu sem getur talist grundvallaratriði en liggur undir ámæli fyrir að hafa dregið taum flokksforystunnar um of og ekki tekist að skapa nægilega sterka stemningu úti í þjóðfélaginu í kringum unglingahreyfinguna og hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar. Sumum finnst einkennilegt að fréttir af stjórnarkjöri í stjórnmálafélagi ungs fólks í Reykjavík skuli rata með áberandi hætti í fréttir fjölmiðla. En þá horfa menn fram hjá því að félagið sem um ræðir hefur um árabil verið ein öflugustu og virkustu stjórnmálasamtök landsins. Það má jafnvel tala um það sem hreyfilinn í flokksvél sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það kýs fjölda fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins og getur þannig ráðið miklu um það hvaða einstaklingar eru kjörnir í forystustörf í flokknum. Og það getur haft mikil áhrif á það hverjir veljast til þingmennsku. Margir ímynda sér að átök um menn og málefni í stjórnmálaflokki séu vísbending um að flokkurinn eigi í vanda og sé jafnvel í hættu staddur. Þetta er mikill misskilningur. Átök eru vottur um lifandi stjórnmálastarf, hugmyndir í deiglu, merki um þrótt og sóknarhug. Enginn er ánægður með að tapa kosningum en ekki er ástæða til að ætla að úrslit stjórnarkjörsins í Heimdalli eigi eftir að veikja Sjálfstæðisflokkinn og skapa gjá á milli hópa ungs fólks innan hans. Miklu líklegra er að niðurstaðan eigi eftir að styrkja flokkinn og bæta hann og skapa honum ný sóknarfæri meðal kjósenda.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar