Sport

Leikur okkar hrundi í lokin

Guðmundur Hrafnkelsson markvörður fann sig engann veginn í fyrsta leiknum á móti Króötum en hann var heldur betur vaknaður í gær. Varði eins og berserkur og hélt íslenska liðinu inni í leiknum á köflum. Alls varði Guðmundur 21 skot, 20 fleiri skot en hann varði í fyrsta leiknum. Því miður dugði þessi stórleikur Guðmundar ekki til sigurs. „Í staðinn fyrir að komast yfir í jöfnum leik og vinna hann þá glutrum við þessu niður og töpum með átta mörkum sem er hrikalega slæmt. Leikur okkar hrundi. Mér fannst sóknarleikurinn fyrst og fremst ekki ganga upp. Vörnin var fín og ég er að finna mig. Það er bara sóknarleikurinn en við gerum allt of mörg mistök þar og fáum á okkur hraðaupphlaup. Þetta er allt of stórt tap.“  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×