Menntamálaráðherra djúpt snortinn 13. október 2005 14:32 Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hélt móttöku fyrir Íslendinga í Aþenu í gær. Móttakan var haldin í húsi vararæðismanns Íslands í Grikklandi, Emilíu Kofoed-Hansen Lyberapoulos og eiginmanns hennar sem er grískur. Fjöldi fólks mætti í móttökuna í glæsihúsi hjónanna. Allt íþróttafólkið var mætt á staðinn ásamt þjálfurum sínum. Einnig ráku Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Þórólfur Árnason borgarstóri inn nefið sem og aðrir Íslendingar sem annað hvort eru búsettir í Grikklandi eða eru í Aþenu til þess að fylgjast með leikunum. Fín stemming var á svæðinu þar sem boðið var upp á léttar veitingar og snittur. Að ógleymdum vodkanum Ursus sem er markaðssettur sem íslenskur vodki en er í raun hollenskur. Þorgerður Katrín opnaði móttökuna með ræðu þar sem hún þakkaði hjónunum fyrir afnotin af þeirra glæsilega húsi og peppaði síðan íþróttamennina upp með hvatningarorðum. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, hélt einnig ræðu og færði hjónunum gjöf frá Íslandi. Í pakkanum var bók og kertastjaki. Hinn gríski eiginmaður ræðismannsins, Herra Lyberapoulos, hélt í lokin hjartnæma ræðu þar sem hann fullvissaði fólk um að það gæti ávallt leitað til þeirra ef það lenti í vanda í Grikklandi. Íslendingar ættu alltaf griðastað í húsi þeirra. Svo mikið var honum um að hann táraðist áður en ræðunni lauk og menntamálaráðherra var einnig djúpt snortin yfir ræðunni og var nærri brostin sjálf í grát. Síðan var skálað að íslenskum sið og tekið upp léttara hjal. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira
Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hélt móttöku fyrir Íslendinga í Aþenu í gær. Móttakan var haldin í húsi vararæðismanns Íslands í Grikklandi, Emilíu Kofoed-Hansen Lyberapoulos og eiginmanns hennar sem er grískur. Fjöldi fólks mætti í móttökuna í glæsihúsi hjónanna. Allt íþróttafólkið var mætt á staðinn ásamt þjálfurum sínum. Einnig ráku Bjarni Ármannsson, Einar Sveinsson og Þórólfur Árnason borgarstóri inn nefið sem og aðrir Íslendingar sem annað hvort eru búsettir í Grikklandi eða eru í Aþenu til þess að fylgjast með leikunum. Fín stemming var á svæðinu þar sem boðið var upp á léttar veitingar og snittur. Að ógleymdum vodkanum Ursus sem er markaðssettur sem íslenskur vodki en er í raun hollenskur. Þorgerður Katrín opnaði móttökuna með ræðu þar sem hún þakkaði hjónunum fyrir afnotin af þeirra glæsilega húsi og peppaði síðan íþróttamennina upp með hvatningarorðum. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, hélt einnig ræðu og færði hjónunum gjöf frá Íslandi. Í pakkanum var bók og kertastjaki. Hinn gríski eiginmaður ræðismannsins, Herra Lyberapoulos, hélt í lokin hjartnæma ræðu þar sem hann fullvissaði fólk um að það gæti ávallt leitað til þeirra ef það lenti í vanda í Grikklandi. Íslendingar ættu alltaf griðastað í húsi þeirra. Svo mikið var honum um að hann táraðist áður en ræðunni lauk og menntamálaráðherra var einnig djúpt snortin yfir ræðunni og var nærri brostin sjálf í grát. Síðan var skálað að íslenskum sið og tekið upp léttara hjal.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kauða Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Sjá meira