Unnu Slóvena með fimm mörkum
Íslenska landsliðið í handknattleik vann frækinn sigur á Slóvenum, 30-25, á Ólympíuleikunum í morgun. Þetta var fyrsti sigur liðsins eftir tvo tapleiki. Staðan var 10-10 í leikhléi. Landsliðið sýndi mikinn sigurvilja í síðari hálfleik og tryggði sér sigurinn með frábærum lokakafla. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur með sjö mörk. Ólafur Stefánsson og Jaliesky Garcia skoruðu sex mörk hvor. Róbert Gunnarsson línumaður skoraði fjögur mörk og átti magnaða innkomu í síðari hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson stóð í markinu allan leikinn og varði 12 skot. Þetta var þriðja tap silfurliðs Slóvena frá síðasta Evrópumóti í röð á leikunum. Sterk vörn og hraðaupphlaup lögðu grunninn að sigri strákanna í morgun. Íslendingar leika næst gegn Suður-Kóreumönnum á föstudagsmorgun. Kóreumenn töpuðu í morgun fyrir Króötum 29-26. Króatar hafa unnið alla leiki þrjá leiki sína en Kóreumenn hafa unnið einn en tapað tveimur. Á myndinni sést Sigfús Sigurðsson í fangbrögðum við Slóvenann Matjaz Brumen í leiknum í morgun.