Kostir sjóflutninga Ari Trausti Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2004 00:01 Flutningar á sjó og landi - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Einu sinni lenti ég í því að þurfa að ausa heilmiklu vatni úr gúmmíbáti og eina tiltæka áhaldið var snjóskófla, grunn og breið. Þetta tókst en krafðist mikillar orku og fyrirhafnar og sóaði dýrmætum tíma. Samlíkingin á vel við um örlög strandflutninga við eyjuna Ísland þar sem hringvegurinn einn er um 1.400 km langur og byggðin aðallega dreifð með ströndum. Í áratugi voru lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og vörumóttöku. Rök einstakra flutningsfyrirtækja um að það væri bæði "fljótlegra og ódýrara" að færa um 1.500-2.000 tonn af vörum í daglega flutninga á meginleiðum með 150 stórum flutningabílum gengu svo nánast af sjóflutningum dauðum, um leið og vegir skánuðu og ökutækin komu til. Mér og líklega fjölda fólks er fyrirmunað að skilja hvernig ábyrg samgöngu- og flutningsstefna samrýmist þessu ráðslagi. Ábyrgðin nær til fjármuna almennings, mengunarmála, vegamála, slysavarna og almennrar skynsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki bara til einfaldra efnahagsreikninga í bókhaldi fáeinna fyrirtækja. Þarf að telja upp gallana við ótæpilega þungaflutninga á veikburða vegakerfi í samanburði við sjóflutninga með 2-3 skipum?Nokkur dæmi:- hreinn flutningskostnaður pr. tonn miðað við kostnað við lestun, flutning, og losun; t.d. launakostnað nokkur hundruð manna (sem gætu mannað mörg skip og hafnir)- mengun frá 150 x 400 hestafla vélum (60.000 hestöfl sem duga í býsna mörg skip)- vegaslit, vegaskemmdir og auknar kröfur um mun dýrari vegi- samfélagskostnaður vegna mun fleiri óhappa og slysa- óhagræði vegna tepptra eða hállra vega á veturna- tap á rekstri flestra hafna- hærra vöruverð til neytenda Kostirnir eru styttri flutningstími sem getur vissulega skipt máli en á móti kemur að engin þörf er á að leggja vegaflutninga af heldur forgangsraða vörum. Í meirihluta tilvika skiptir ekki máli þó að vara berist 24-48 klst. síðar en ella. Telji menn sparnað annan kost er væntanlega aðeins um að ræða túlkaðar tölur sem verða til við að leggja gömlu skipi eða reikna dæmið einungis með einni eða afar fáum forsendum. Ekki ætla ég mér þá framsýni að segja til um hvernig hægt er að endurskipuleggja flutningssamgöngur í landinu. Hitt er alveg víst að hvergi í nágrannalöndum búast menn við öðru en að flutningabílaæðið sem gengið hefur yfir iðnríkin sé að hjaðna. Lestir, skip, orkusparnaður, mengunarvarnir, heildarhagkvæmni og samfélagsábyrgð eru lykilorð þar sem menn reyna nú að móta nýja og betri stefnu. Og vetnisvæðing mun gera skip hagkvæmari flutningstæki en vörubíla. Smáskammtavitleysan, orkufylleríið, yfirfullir vegir og mengun eru undir smásjá í Evrópu og Bandaríkjunum og það væri hallærislegt ef Íslendingar yrðu enn einu sinni 20-30 árum á eftir nágrönnunum. Reyndar eru allt of miklir vöruflutningar í lofti líka angi af óábyrgri flutningastefnu en það er efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Flutningar á sjó og landi - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Einu sinni lenti ég í því að þurfa að ausa heilmiklu vatni úr gúmmíbáti og eina tiltæka áhaldið var snjóskófla, grunn og breið. Þetta tókst en krafðist mikillar orku og fyrirhafnar og sóaði dýrmætum tíma. Samlíkingin á vel við um örlög strandflutninga við eyjuna Ísland þar sem hringvegurinn einn er um 1.400 km langur og byggðin aðallega dreifð með ströndum. Í áratugi voru lagðir miklir fjármunir í hafnargerð og vörumóttöku. Rök einstakra flutningsfyrirtækja um að það væri bæði "fljótlegra og ódýrara" að færa um 1.500-2.000 tonn af vörum í daglega flutninga á meginleiðum með 150 stórum flutningabílum gengu svo nánast af sjóflutningum dauðum, um leið og vegir skánuðu og ökutækin komu til. Mér og líklega fjölda fólks er fyrirmunað að skilja hvernig ábyrg samgöngu- og flutningsstefna samrýmist þessu ráðslagi. Ábyrgðin nær til fjármuna almennings, mengunarmála, vegamála, slysavarna og almennrar skynsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ekki bara til einfaldra efnahagsreikninga í bókhaldi fáeinna fyrirtækja. Þarf að telja upp gallana við ótæpilega þungaflutninga á veikburða vegakerfi í samanburði við sjóflutninga með 2-3 skipum?Nokkur dæmi:- hreinn flutningskostnaður pr. tonn miðað við kostnað við lestun, flutning, og losun; t.d. launakostnað nokkur hundruð manna (sem gætu mannað mörg skip og hafnir)- mengun frá 150 x 400 hestafla vélum (60.000 hestöfl sem duga í býsna mörg skip)- vegaslit, vegaskemmdir og auknar kröfur um mun dýrari vegi- samfélagskostnaður vegna mun fleiri óhappa og slysa- óhagræði vegna tepptra eða hállra vega á veturna- tap á rekstri flestra hafna- hærra vöruverð til neytenda Kostirnir eru styttri flutningstími sem getur vissulega skipt máli en á móti kemur að engin þörf er á að leggja vegaflutninga af heldur forgangsraða vörum. Í meirihluta tilvika skiptir ekki máli þó að vara berist 24-48 klst. síðar en ella. Telji menn sparnað annan kost er væntanlega aðeins um að ræða túlkaðar tölur sem verða til við að leggja gömlu skipi eða reikna dæmið einungis með einni eða afar fáum forsendum. Ekki ætla ég mér þá framsýni að segja til um hvernig hægt er að endurskipuleggja flutningssamgöngur í landinu. Hitt er alveg víst að hvergi í nágrannalöndum búast menn við öðru en að flutningabílaæðið sem gengið hefur yfir iðnríkin sé að hjaðna. Lestir, skip, orkusparnaður, mengunarvarnir, heildarhagkvæmni og samfélagsábyrgð eru lykilorð þar sem menn reyna nú að móta nýja og betri stefnu. Og vetnisvæðing mun gera skip hagkvæmari flutningstæki en vörubíla. Smáskammtavitleysan, orkufylleríið, yfirfullir vegir og mengun eru undir smásjá í Evrópu og Bandaríkjunum og það væri hallærislegt ef Íslendingar yrðu enn einu sinni 20-30 árum á eftir nágrönnunum. Reyndar eru allt of miklir vöruflutningar í lofti líka angi af óábyrgri flutningastefnu en það er efni í aðra grein.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun