Tap gegn Suður-Kóreu 20. ágúst 2004 00:01 Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virkaði á köflum gegn Suður-Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem einkenndi leik liðsins í fyrstu leikjunum var ekki til staðar í gær. Vaknar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreubúarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði íslenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stanslausum eltingarleik í síðari hálfleik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiksins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu gegn Slóvenum. Guðjón Valur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guðmundur þjálfari hafi veðjað á vitlaust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og léttleikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikurinn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var farið að glíma við sömu gömlu draugana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira