Stefni á að vinna gullið 21. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira
Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Sjá meira