Rúnar keppir í dag
Rúnar Alexandersson keppir til úrslita á bogahesti í dag en keppnin hefst laust eftir klukkan 18. Rúnar á í höggi við sjö fimleikamenn um gullið. Í úrslitum eru 2 Kínverjar, 2 Japanar, Rúmeni, Bandaríkjamaður og Spánverji auk Rúnars.