Sport

Wiggins vann hjólreiðarnar

Bretinn Bradley Wiggins varð í gær Ólympíumeistari í hjólreiðum. Wiggins kom á undan Ástralanum Brad McGee en hann er eitt af átrúnaðargoðum Bretans. "Það var góð tilfinning að koma á undan honum í markið" sagði Wiggins. "Hann er ein af stærstu ástæðum þess að ég fór að æfa hjólreiðar. Ég fylgdist líka fullur aðdáunar með Chris Boardman í Barcelona fyrir 12 árum síðan og hef haft þetta í huganum síðan, að vinna einhverntímann gullið á Ólympíuleikunum. Nú er það orðið að veruleika," sagði Wiggins. Boardman, ein af hetjum Wiggins var ánægður með strákinn og sagði það einstaka tilfinningu að sjá fólk vinna til verðlauna eftir mikla elju. "Ég sá það strax eftir fyrstu 10 metrana að hann myndi fara með sigur af hólmi" sagði Boardman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×