Sport
Skaut í vitlaust skotmark!
Bandaríkjamaðurinn Matthew Emmons lét gullverðlaun sér úr greipum ganga í skotfimi á Ólympíuleikunum. Emmons, sem var með pálmann í höndunum fyrir síðasta skot sitt, skaut á vitlaust skotmark og fékk því ekkert stig í umferðinni. Skotið hitti beint í mark hjá Austurríkismanninum Christian Planer sem skreið upp í þriðja sætið og náði þar með í bronsið. Planer hlýtur að vera Emmons mjög þakklátur fyrir uppátækið.