Sport

Draumaliðið lélegt

Bandaríska Draumaliðið í körfuknattleik er svo sannarlega ekki að standa undir nafni á Ólympíuleikunum í ár. Í liðinu má finna nokkur af stærstu nöfnum körfuboltans í dag, t.d. Allen Iverson, Tim Duncan, Stephon Marbury og Lebron James. Það eitt og sér virðist ekki duga til því Bandaríkjamenn hafa tapað tveimur leikjum og eru hvorki né full né fiskur miðað við það sem búist var við af þeim. Draumaliðið tapaði nú síðast fyrir Litháum en lengst af leit út fyrir að Bandaríkjamenn myndu ná að knýja fram sigur. Litháar, drifnir áfram af Sarunas Jasikevicius, skoruðu 15 stig gegn 6 á lokakafla leiksins og stóðu uppi sem sigurvegarar, 94-90. "Við létum dómarana fara í taugarnar á okkur" sagði Richard Jefferson, leikmaður Draumaliðsins. "Það var eins og þeir fengju allt dæmt sér í hag á tímabili".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×