Sport

Korzhanenko svipt gullinu

Rússneska stúlkan, Irina Korzhanenko, sem vann til gullverðlauna í kúluvarpi á ólympíuleikunum á miðvikudag, var svipt verðlaununum í dag vegna ólöglegrar lyfjaneyslu. Henni hefur þegar verið vísað frá ólympíuleikunum og á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann. Það verður því kúbverska stúlkan, Yumileidi Cumba, sem hlýtur gullverðlaunin í staðinn og Nadia Kleinert frá Þýskalandi silfurverðlaunin. Svetlana Krivelyova, frá Rússlandi, fékk bronsverðlaunin, sem er pínu uppbót fyrir Rússa í þessu leiðinlega máli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×