Sport

Írakar ætla að gleðja sitt fólk

Íraska landsliðið í knattspyrnu lætur stríðsástandið í landi sínu ekkert á sig fá og stefnir ótrautt á verðlaunapall á Ólympíuleikunum. Írakar áttu bronshafa í kraftlyftingum á Ólympíuleikunum í Róm 1960 og er biðin því orðin ansi löng eftir verðlaunapeningi. Leikmenn liðsins segjast mæta óhræddir til leiks og það sé engin pressa á þeim. "Við erum búnir að standa okkur með sóma og núna er stefnan sett á eitt af þremur efstu sætunum" sagði Emad Mohammed, miðjumaður Íraka. Liðið mætir Paragvæ í undanúrslitum í dag og er hugur í írösku leikmönnunum. Þjálfari liðsins, Adnad Hamad, fullyrðir að sínir menn vilji gefa fólki í Írak eitthvað til að gleðjast yfir. "Okkur líður öllum illa yfir stríðinu heima fyrir en vonumst til að geta glatt okkar fólk með sigri". Hamad sagði ennfremur að þeir hræddust Paragvæ ekkert og væru bjartsýnir á framhaldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×