Gatlin fljótasti maður heims 23. ágúst 2004 00:01 Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Justin Gatlin er fótfrjáasti maður heims í dag eftir sigur í 100 metra hlaupi á Ólympíuleikunum. Gatlin vakti ekki eingöngu athygli inn á hlaupabrautinni heldur einnig utan hennar. Í viðtölum eftir hlaupið var hann drengskapurinn uppmálaður, sagðist hafa mikinn hug á að bæta ímynd íþróttarinnar og var ekki að sjá að hlauparinn öflugi hafi ofmetnast við árangurinn. "Með þessu orðum er ég ekki að fullyrða að allir hafi sett neikvæðan stimpil á íþróttina" segir Gatlin. "En núna er komið tækifæri fyrir mig til að sýna að það er fullt af góðu fólki á hlaupabrautunum. Ég vil meina að ég sé heiðarlegur og góður drengur. Ég get sýnt öfluga keppni þegar á hlaupabrautina er komið" Gatlin er tuttugu og tveggja ára gamall frá Brooklyn í New York borg, en býr í Norður-Karólínu, þar sem hann æfir. "Þar hefur maður æft stíft og hlaupið í snjónum til þess að ná þessum árangri" segir Gatlin og greinilegt að eljusemin hefur borgað sig. Kappinn segist fullviss um að geta bætt tímann sinn en meira, en hann hljóp á 9,85 sekúndum. "Ég var fullstífur undir það síðasta og var farinn að hlaupa með kreppta hnefa. Ég get verið mun afslappaðri og gert betur. Takmarkið er sett á að slá heimsmetið og ég tel mig eiga góða möguleika á því". Gatlin leiðist allt tal um lyfjanotkun og segir það umræðuefni setja svartan blett á frábæra íþrótt. "Það er enginn sem spyr hvernig manni líður fyrir komandi keppni. Það er jafnvel betra að fá persónulegar spurningar heldur en að tala um lyfjamisnotkun í þessari grein. Allt annað en það", segir Gatlin og er ekki sáttur við stöðu mála hvað þetta snertir. Framundan hjá Gatlin er keppni í 200 metra hlaupi en okkar maður er fullviss um að þar geti hann staðið sig. "Ég hef alla burði til að vinna gullið og ef ég held huganum við hlaupið þá ætti ég að geta það" segir Gatlin og ætlar sér greinilega stóra hluti.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira