Sport

Fljótasti hvíti maðurinn

Bandaríkjamaðurinn Jeremy Wariner, sem er aðeins tvítugur að aldri, vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum þegar hann sigraði í 400 metra hlaupi karla en Bandaríkjamenn voru í þremur efstu sætunum. Wariner var hinn rólegasti yfir árangrinum og sagðist ekki geta eytt dýrmætri orku í að fagna. "Ég mun væntanlega fagna innan nokkurra daga en eins og er þarf ég á allri minni einbeitingu að halda fyrir boðhlaupið. Þar erum við ákveðnir í að sigra" sagði Wariner, pollrólegur með árangurinn. Grenadabúinn Alleyene Francique veitti Wariner ekki þá keppni sem búist var við, enda með stjörnur í augum af frammistöðu stráksins. "Hann er gríðarlegur hlaupari" sagði Francique og bætti við að hann væri fljótasti hvíti maður sem hann hefði séð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×