Sport

Dó eftir rifrildi um tölvuleik

Áföllin hætta ekki að dynja á Grikkjum, gestgjöfum Ólympíuleikana. Gríski júdómeistarinn Eleni Ioannu lést á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa fallið fram af svölunum íbúðar sinnar. Að sögn lögreglu reifst Ioannu heiftarlega við kærasta sinn, Giorgos Chrisostomide, um hvert þeirra fengi að leggja kapal í tölvunni. Rifrildið endaði með því að Ioannu féll fram af svölum á þriðju hæð og lá í tvær vikur á sjúkrahúsi áður en hún lést af áverkum sínum. Chrisostomide stökk fram af sömu svölum tveimur dögum seinna á liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Aþenu. Nágranni parsins sagði missinn óbærilegan fyrir kærasta Ioannu. "Hann bar djúpar tilfinningar til hennar og gat ekki lifað án elskunnar sinnar" sagði nágranninn. Iannou var dáð og dýrkuð í Grikklandi og var m.a. þrefaldur grískur meistari. Málið er í rannsókn hjá grísku lögreglunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×