Sport

Ekkert lát á lyfjahneykslunum á ÓL

Lyfjahneykslin á ólympíuleikunum virðast engan endi ætla að taka. Í dag var greint frá því að Francoise Mbango Etone, frá Afríkuríkinu Kamerún, sem bar sigur úr býtum í þrístökki kvenna á ólympíuleikunum, á mánudagskvöld, hafi fallið á lyfjaprófi. Gullið í þeirri grein mun því fara til Grikkja, því það var gríska stúlkan, Hrysopiyi Devetzi, sem varð önnur á eftir Etone. Í öðrum lyfjahneyklisfréttum frá Grikklandi bar það helst að ungverski lyfingamaðurinn, Zoltan Molnar, var rekinn heim í gær fyrir að mæta ekki í lyfjapróf og er hann tíundi lyftingamaðurinn á ólympíuleikunum sem lendir í lyfjaveseni. Þá er vert að geta þess að rússenska frjálsíþróttakonan, Irina Korzhanenko, sem var svipt gullverðlaununum í kúluvarp kvenna, vegna neyslu ólöglegra lyfja, neitar að skila verðlaununum. Hún er á hörð á því að sigur hennar hafi verið verðskuldaður og að lyfjaprófið hafi ekki verið neitt annað en liður í ofsóknum gegn sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×