Sport

Bandaríkjamenn ötulir

Bandaríkjamenn fara svo sannarlega ekki tómhentir heim af Ólympíuleikunum, ef marka má frammistöðu þeirra á fimmtudaginn þegar þeir sópuðu til sín fimm verðlaunum, nánast á einu bretti. Shawn Crawford, Bernard Williams og Justin Gatlin hömpuðu þremur efstu sætunum í 200 metra hlaupi meðan að Dwight Phillips og John Moffitt lentu í tveimur efstu sætum úrslitanna í langstökki. Einnig höfðu Bandaríkjamenn ástæðu til að fagna Felix Sanches sem stóð uppi sem sigurvegari í 400 metra grindarhlaupi. Sanches, sem er frá Dómíníska Lýðveldinu, er fæddur í New York og alinn upp í San Diego. Bandaríkjamenn eiga því smá hlut í kallinum, ef þannig mætti að orði komast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×