Sport

Bandarísku stelpurnar meistarar

Bandaríska kvennalandsliðið er Ólympíumeistari í fótbolta eftir að hafa unnið Brasilíumenn í úrslitaleik. Framlengja þurfti leikinn og tryggði Abby Wambach sigur, 2-1, á 112. mínútu leiksins. Mia Hamm, einn af lykilleikmönnum liðsins undanfarin misseri, ákvað að hún myndi hætta að í boltanum eftir leikinn og því hugur í fólki að enda mótið með stæl, henni til heiðurs. Hamm átti engan stórleik og sagði að félagar sínar hefðu tekið málin í sínar hendur. Lindsay Tarpley fullyrti að Hamm hefði átt inni hjá liðinu að allir stæðu sig með prýði. "Hún hefur gert mikið fyrir íþróttina og því var ekki annað hægt en að ná í gullið fyrir hana" sagði Tarpley. Þess má geta að liðið mun spila hist og her um Bandaríkin í lok september og mætir m.a. íslenska landsliðinu í Rochester í New York fylki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×