Sport

Fyrsta ólympíugullið í 52 ár

Argentínumenn urðu í gær ólympíumeistarar í karlafótbolta þegar þeir lögðu Paragvæja í úrslitaleiknum með einu marki gegn engu. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Argentínumanna á Ólympíuleikum síðan 1952 eða í meira en hálfa öld. Ítalir tóku svo bronsið með því að leggja spútniklið Íraka að velli með einu marki gegn engu. Carlos Teves skoraði eina mark Argentínumanna á 18. mínútu, hans áttunda mark í keppninni. Tveimur Paragvæjum var vísað af velli. Argentínumenn unnu alla leikina og markatalan var einkar glæsileg, 17-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×