Sport

Ólympíumeistarar í þriðja sinn

Bandaríska kvennalandsliðið í körfubolta vann gullverðlaunin á Ólympíuleikunum í Aþenu með því að leggja Ástralíu 74-63 í úrslitaleiknum í dag. Staðan var jöfn, 50-50, þegar lítið var eftir af þriðja leikhluta en þá hrökk bandaríska liðið í gang og skoraði ellefu stig gegn aðeins einu stigi áströlsku stúlknanna. Eftir það var sigur bandaríska liðsins aldrei í hættu og vann það þar með körfuboltakeppni kvenna þriðju Ólympíuleikana í röð. Tina Thompson var stigahæst í liði Ólympíumeistaranna með 18 stig. Rússland vann Brasilíu í leik um þriðja sætið fyrr í dag, 71-62. Á myndinni sést Tina Thompson í baráttunni um boltann í úrslitaleiknum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×