Sport

Argentínumenn unnu gullið

Carlos Tevez skoraði eina mark úrslitaleiksins í knattspyrnu karla á Ólympíuleikunum í Aþenu og tryggði Argentínumenn sitt fyrsta knattspyrnugull í sögu knattspyrnukeppninnar á Ólympíuleikunum og fyrstu gullverðlaun þjóðarinnar í 52 ár. Argentínumenn unnu nágranna sína í Pargvæ í úrslitaleiknum en þetta voru fyrstu verðlaun Paragvæa á mótinu en Argentína hafði lent í öðru sæti á leikunum 1928 og 1996. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Tevez reynist gulls ígildi fyrir argentínska liðið sem vann alla sex leiki sína með markatölunni, 17-0. Tevez skoraði átta af þessum 17 mörkum liðsins og varð langmarkahæsti maður leikanna skoraði þremur mörkum meira en Jose Cardozo hjá Paragvæ sem kom næstur með 5 mörk. Tevez er aðeins tvítugur að aldri, leikur með Boca Juniors og hefur margoft verið líkt við hin eina og sanna Maradona en vonandi þó bara vegna frammistöðunnar inn á vellinum. Ítalía vann bronsið eftir 1-0 sigur á Írak í leiknum um 3. sætið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×