Sport

Þriðji Ólympíumeistaratitill Dana

Ólympíuleikunum í Aþenu lýkur í kvöld. Í morgun unnu Danir gullið í handboltakeppni kvenna. Danir unnu Suður-Kóreu í vítakeppni eftir að tvíframlengdum leik hafði lokið 34-34. Þetta var þriðji Ólympíumeistaratitill Dana í kvennaflokki en dönsku stúlkurnar hafa unnið í öll þrjú skiptin sem keppt hefur verið í handbolta á Ólympíuleikum. Katarine Fruelund skoraði 15 marka danska liðsins. Úkraína vann bronsið eftir sigur á Frökkum, 21-18. Króatar og Þjóðverjar keppa síðar í dag um Ólympíumeistaratitilinn í karlaflokki. Rússar unnu bronsið í gær, sigruðu Ungverja 28-26. Argentínumenn urðu Ólympíumeistarar í körfuknattleik karla eftir sigur á Ítölum í úrslitaleik, 84-69. Bandaríkjamenn unnu bronsið, sigruðu Litháa 104-96.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×