Nýtt þjóðfélag í sköpun 31. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Samtök verslunar og þjónustu birtu í gær nýjar tölur um hlutfall erlendra tekna þjónustugreina af heildargjaldeyristekjum landsmanna. Urðu þær 36,6% á síðasta ári sem er aukning um átta prósent frá árinu 2002 þegar hlutfallið var 33,9%. Til samanburður voru gjaldeyristekjur af sjávarútvegi í fyrra litlu meiri eða 39,5%. Þessar tölur segja okkur að nýtt þjóðfélag er í sköpun á Íslandi; árétta að einhæfni atvinnulífsins er liðin tíð. Sjávarútvegur, bæði veiðar og vinnsla, hefur löngum verið skilgreindur sem "undirstöðuatvinnuvegur" þjóðarinnar, ekki síst vegna framlags hans til gjaldeyrisöflunar. Án erlends gjaldeyris til að greiða fyrir innfluttar vörur og þjónustu má segja að íslenskt þjóðfélag sé óstarfhæft. Eru fáar þjóðir jafn háðar utanríkisviðskiptum og við Íslendingar. Vægi sjávarútvegs setti mark sitt á atvinnulíf og efnahagsmál á öldinni sem leið. Allt þjóðlífið var með einum eða öðrum hætti merkt áherslunni á sjávarútveginn. Afli, vinnsla og sala fiskafurða voru helstu fréttir fjölmiðla. Málefni atvinnugreinarinnar voru órjúfanlega tengd öllum kjarasamningum á vinnumarkaði. Hinar frægu "efnahagsaðgerðir" ríkisstjórna, sem voru fastur liður á þriggja mánaða fresti um langt árabil, miðuðu öðru fremur að því að tryggja að sjávarútvegsfyrirtæki væru ekki rekin með halla. Þessi áhersla leiddi til vondrar skekkju í hagstjórn og skaðaði uppbyggingu annarra atvinnugreina. Forsjárhyggjan olli sjávarútvegi einnig tjóni; það var ekki fyrr en kvótakerfið varð að markaðskerfi með framseljanlegum aflaheimildum á tíunda áratugnum sem greinin í heild náði raunverulegu flugi á eigin forsendum.Síðan hefur hún eflst og dafnað þannig að það er ekki hnignun sjávarútvegs sem veldur því að hann er að falla úr fyrsta sæti gjaldeyrisskapandi atvinnugreina. Því ræður stórsókn þjónustugreina og iðnaðar við ný og frjálsleg skilyrði atvinnulífsins. Hinn erlendi gjaldeyrir sem þjónustugreinar afla kemur að drýgstum hluta frá samgöngum, þ.e. flutningastarfsemi, síðan fjármálastarfsemi bankanna og loks frá erlendum ferðamönnum. Fyrirtæki í þessum þjónustugreinum og skyldum hafa innan sinna vébanda rúmlega sjötíu prósent allra Íslendinga á vinnumarkaði. Þau greiða jafnframt langmest allra lögaðila í opinber gjöld. Í þessu ljósi er ekki órökrétt sú uppástunga í Fréttapósti Samtaka verslunar og þjónustu í gær að tala um Íslendinga sem þjónustuþjóð fremur en fiskveiðiþjóð. Breytingarnar sem orðið hafa á íslensku hagkerfi á undanförnum árum hafa orðið ýmsum áhyggjuefni. Hafa áhrifamenn hvatt til þess að stjórnvöld setji starfsemi fyrirtækja þrengri skorður. Það væri misráðið. Hér eiga ekki að vera aðrar reglur um viðskiptalíf og atvinnuvegi en tíðkast í nágrannalöndum okkar og helstu viðskiptalöndum. Það er einmitt frjálsræðið og skynsamleg skattastefna ríkisstjórnarinnar sem hefur ráðið miklu um þá gleðilegu þróun sem orðið hefur í atvinnulífinu.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun