Sekt og ábyrgð 12. september 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hver einasta manneskja glímir við breyskleika í gegnum lífið. Í slíkri glímu þroskast fólk. Þessi glíma er ekki hin sama hjá hverjum og einum. Sumir glíma við stærri bresti meðan aðrir takast á við minniháttar ósiði sem þó getur reynst erfitt að losa sig við. Fyrrum aðalgjaldkeri Símans tjáði sig um dóm yfir sér og félögum sínum í grein í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur mátt þola mikinn harm vegna gjörða sinna. Afstaða hans til eigin brots bendir til heilbrigðrar iðrunar þess sem hefur brotið af sér og lært af misgjörðum sínum. Aðalgjaldkerinn er ósáttur við dóma sem félagar hans fengu fyrir aðild að brotunum. Þeim dómum hefur verið áfrýjað og því ekkert fullyrt um endanlega niðurstöðu þeirra hlutar í 250 milljón króna fjárdrætti gjaldkerans. Grein aðalgjaldkerans vekur hins vegar upp margar og þarfar spurningar um sekt og ábyrgð. Vanræksla er fullgilt réttarfarshugtak. Meistaranum sem tekur að sér húsbyggingu ber að ganga úr skugga um að rétt sé byggt. Þar er ekki hægt að skýla sér á bak við vanþekkingu. Þekkingin er forsenda þess að taka að sér verkið. Sama gildir um framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fyrirtækja. Þeim ber að hafa ákveðna þekkingu og fínum titlum og háum launum fylgir einnig ábyrgð og eftirlitsskylda. Í dómi héraðsdóms yfir meintum vitorðsmönnum er enda sagt að þeim hafi mátt vera ljóst að ekki væri heimild fyrir þeim fjármunum sem runnu til fyrirtækja þeirra. Það er með öðrum orðum skylda þess sem tekur að sér framkvæmdastjórn að ganga úr skugga um að fjármunir sem falla af himnum ofan séu heiðarlega fengnir. Undan þeirri ábyrgð eiga menn ekki að skorast. Það er hins vegar skiljanlegt að aðalgjaldkerinn fyrrverandi eigi erfitt með að horfa upp á ógæfu annarra af hans völdum. Afstaða hans til eigin brota og vilji hans til að taka á sig ábyrgð af gjörðum annarra er virðingarverð. En hún þarf ekki að vera rétt. Allt eins gæti ábyrgðin af þessari ógæfu legið hjá þeim sem tóku þátt í gleðinni, án þess að spyrna við fótum. Eftirgrennslan þeirra sem tóku við fjármununum hefðu getað stöðvað brotin á fyrstu stigum meðan enn var aftur snúið. Sé sú raunin, þá er gjaldkerinn í iðrun sinni stærri manneskja en þeir sem kannast ekki við hlut sinn og skilja félaga sinn eftir einan með ábyrgðina. Aðalgjaldkerinn telur að umfjöllun fjölmiðla hafi haft áhrif á dómsniðurstöðu. Það eru alvarlegar ásakanir. Dómurinn er vissulega þungur, ekki síst þegar borið er saman við dóma sem lúta að líkamsmeiðingum og sálarmorðum. Í kynferðisbrotamálum er margt sem bendir til þess að gap sé milli almenningsálits og dómstóla. Sá háværi þrýstingur hefur ekki haft teljandi áhrif á slíka dóma. Af því verður ekki ráðið að dómstólar láti undan fjölmiðlum og almenningi við ákvörðun refsinga. Hitt er annað að hvert og eitt okkar hefur þá siðferðisskyldu að auka ekki á þjáningu og böl umfram það sem nauðsynlegt er. Það gildir um fjölmiðla sem og alla aðra.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun