Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar 30. október 2025 07:31 Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Úkraína Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Hugvekja flutt á Kirkjuþingi, 28. október 2025 Mig langar að segja ykkur aðeins frá ferð okkar Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands til Úkraínu þar sem við vorum ásamt lúterskum höfuðbiskupum Norðurlandanna og einum biskupi frá finnsku rétttrúnaðarkirkjunni. Þetta var afskaplega áhrifamikil ferð eins og þið getið ímyndað ykkur. Að fara í gegnum landamæri lands sem er í stríði, að keyra framhjá vegatálmum hermanna, að fara í loftvarnarbyrgi þegar hætta var á árás. Að heimsækja áfallamiðstöð sem verið var að reyna að þjálfa eins margt fólk og þau geta til þess að aðstoðað fólk sem glímir við áföll. Því öll úkraínska þjóðin glímir við stöðug áföll. Það var líka upplifun að heyra frá starfi kirknanna við víglínuna og á hernumdum svæðum rússneskra stjórnvalda. Það var líka áhugavert að sitja fund í úkraínska þinginu þar sem dagskráin sem gestgjafar okkar höfðu útbúið var á þá leið að eftir að forseti úkraínska þingsins hafði talað mættu norrænu biskuparnir tala í virðingarröð. Við ritararnir hlógum aðeins að þessu saman, loksins fengjum við að vita hver virðingarröð norrænu biskupana væri. Ég var ekki búin að nefnaað allir norrænu höfuðbiskuparnir eru karlar einmitt núna fyrir utan biskupinn okkar, en fyrir sænsku kirkjuna var þarna samt kona, Antje Jackelén biskup emerítus. Þegar kom að því að tala var röðin svo þessi, biskup finnsku rétttrúnaðarkirkjunnar var fyrstur, svo finnski biskupinn, svo sá norski, svo danski og allir voru þeir ávarpaðir með nafni og gjörðu svo vel, en svo þegar kom að sænska og íslenska biskupnum þá máttu þær bara ráða hvor myndi tala fyrst, ekkert nafn…bara nú megið þið. Ég deili þessu með ykkur af því að eftir þessa heimsókn er ég ekki bara þakklát fyrir að búa við frið, heldur líka fyrir það hvað við lifum í góðu samfélagi. Þetta norræna velferðarsamfélag sem einkennist af félagslegri ábyrgð, lýðræði og jöfnuði. Í fjölskylduvænu samfélagi þar sem jafnrétti kynjanna er það sjálfsagt að okkar konur gátu ákveðið að sleppa því að móðgast við þessa uppákomu í úkraínska þinginu. Ég held að þetta samfélag okkar, sé samfélag sem frjálslynd lútersk kirkja hefur átt mikinn þátt í að byggja upp. Á tímum þar sem valdaskak einstaka þjóðhöfðingja ógnar heimsfriði, er þessi dýrmæta þjóðfélagsgerð okkar síður en svo sjálfsögð. Á tímum þar sem allt í einu er í boði að tala niður minnihlutahópa, konur og mannréttindi er þessi þjóðfélagsgerð viðkvæm. Það er virkilega uppörvandi að sitja á Kirkjuþingi þjóðkirkjunnar og hlusta á fólk tala um hvað við erum stolt af því hvað við erum komin langt í jafnréttismálum. Það er líka gott að heyra vilja þingsins til þess að auka hlut ungs fólks á Kirkjuþingi. Ég er viss um að við finnum leiðir til þess. Við skulum ganga inn í þennan dag þakklát fyrir allt sem hefur áunnist og ákveðin í að halda áfram á þeirri góðu leið sem við erum á sem kirkja. Höfundur er biskupsritari.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun