Hátindur stjórnmálaferils Halldórs 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira