Hátindur stjórnmálaferils Halldórs 15. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segir það hljóta að vera hátind á ferli hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar, forsætisráðherrastól. Davíð Oddsson, sem í dag tók einnig við nýju embætti, segist hlakka til nýrra starfa og nýrra átaka. Engin byltingaráform séu þó fyrirhuguð ennþá. Heil kynslóð fermingarbarna þekkir ekki annað en að hafa Davíð Oddsson forsætisráðherra í stjórnarráðshúsinu. En nú er kominn nýr maður í húsið, Halldór Ásgrímsson, sem formlega tók við lyklavöldum klukkan þrjú í dag. Við það tækifæri sagði Davíð að hann heimtaði það ekki endilega að Halldór yrði jafnlengi þar og hann en sín vegna mætti hann það. Davíð óskaði Halldóri gæfu og blessunar í nýja starfinu og bætti við: „Þess óska ég ekki bara þín vegna, og ekki bara vegna ríkisstjórnar okkar, heldur vegna þjóðarinnar því það er afar þýðingarmikið að forsætisráðherranum, hver sem hann er, vegni vel. Þá vegnar þjóðinni, held ég, vel.“ Halldór Ásgrímsson óskaði Davíð einnig velfarnaðar í sínum störfum og sagði mikilvægt fyrir ríkisstjórnina og þjóðina að fá að nýta krafta hans áfram. Árangur Davíðs væri einstakur, það hefði oft hvesst og miðað við spá Veðurstofunnar væri aldrei að vita nema það reyndi verulega á hann í starfi strax í nótt. Spurður hvort langþráður draumur væri að rætast sagði Halldór svo ekki vera. Þetta væri ekki draumur heldur einfaldlega samkomulag sem tókst á milli stjórnarflokkanna. Hann sagði þetta hátindinn á sínum stjórnmálaferli því það hlyti að vera hátindur hvers stjórnmálamanns að taka við mikilvægasta embætti þjóðarinnar. Halldór var ekki með lykla til að afhenda Davíð en sagði dyrnar að utanríkisráðuneytinu standa honum opnar. Davíð skoðaði nýju skrifstofuna í dag en mun á morgun heimsækja starfsmenn. Það eru frekari tímamót framundan. Á föstudag mun hann sitja sinn fyrsta ríkisstjórnarfund undir forsæti Halldórs og í byrjun október taka í fyrsta sinn þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, blaðlaust. Davíð sagði þetta skrítinn dag en samt hálfgerðan gleðidag því starfslokin legðust afar vel í sig. Hann sagði konu sína hafa sagt að hann hefði gott af því að setjast svona á „hliðarlínuna“ vegna þess að á þriðja áratug hefði hann talað við alla í boðhætti en nú yrði breyting þar á.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira