Meirihluti á móti ríkisstjórninni 20. september 2004 00:01 Meirihluti landsmanna er andsnúinn ríkisstjórninni, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Tæplega 52 prósent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu sögðust andvíg ríkisstjórninni en 48 prósent fylgjandi. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta þó við sig talsverðu fylgi frá því í könnun Fréttablaðsins í júlí. Þeir hafa þó ekki náð sameiginlega jafnmiklu fylgi og þeir hlutu í síðustu alþingiskosningum og gætu ekki myndað meirihluta ef kosið væri nú. Framsóknarflokkurinn bætir mest við sig samkvæmt könnuninni og nær tvöfaldar fylgi sitt frá því í júlí. Flokkurinn mælist nú með 13,5 prósenta fylgi, var með 7,5 prósent í júlí en fékk 17,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 3 prósentum frá því í júlí og mælist nú með meira fylgi en í þingkosningunum. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir könnunina vísbendingu um að fjölmiðlamálið sé að dala í hugum fólks. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að flokkur sinn eigi alltaf mikið inni frá skoðanakönnunum. "Það jákvæða við þessar niðurstöður er að fylgi við flokkinn er á uppleið og vonum við að svo verði áfram fram að kosningum," segir hann. Allir þrír stjórnarandstöðuflokkarnir tapa um tveggja prósenta fylgi hver frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist hafa átt von á betri útkomu stjórnarflokkanna í skoðanakönnun á þessum tímapunkti. "Þá miða ég við þá óvanalegu skrautreið sem þeir hafa átt í gegnum fjölmiðlana í tilefni svokallaðra ríkisstjórnarskipta," segir Össur. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Meirihluti landsmanna er andsnúinn ríkisstjórninni, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Tæplega 52 prósent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu sögðust andvíg ríkisstjórninni en 48 prósent fylgjandi. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta þó við sig talsverðu fylgi frá því í könnun Fréttablaðsins í júlí. Þeir hafa þó ekki náð sameiginlega jafnmiklu fylgi og þeir hlutu í síðustu alþingiskosningum og gætu ekki myndað meirihluta ef kosið væri nú. Framsóknarflokkurinn bætir mest við sig samkvæmt könnuninni og nær tvöfaldar fylgi sitt frá því í júlí. Flokkurinn mælist nú með 13,5 prósenta fylgi, var með 7,5 prósent í júlí en fékk 17,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 3 prósentum frá því í júlí og mælist nú með meira fylgi en í þingkosningunum. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir könnunina vísbendingu um að fjölmiðlamálið sé að dala í hugum fólks. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að flokkur sinn eigi alltaf mikið inni frá skoðanakönnunum. "Það jákvæða við þessar niðurstöður er að fylgi við flokkinn er á uppleið og vonum við að svo verði áfram fram að kosningum," segir hann. Allir þrír stjórnarandstöðuflokkarnir tapa um tveggja prósenta fylgi hver frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist hafa átt von á betri útkomu stjórnarflokkanna í skoðanakönnun á þessum tímapunkti. "Þá miða ég við þá óvanalegu skrautreið sem þeir hafa átt í gegnum fjölmiðlana í tilefni svokallaðra ríkisstjórnarskipta," segir Össur.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira