Innlent

Fjölmiðlafrumvarpið smágleymist

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórmálafræði telur að athyglisverðustu niðurstöður könnunar Fréttablaðsins á því hvaða stjórnmálamaður njóti mesta og minnsta trausts séu þær að vinsældir Davíðs Oddssonar virðist vera að aukast á ný þótt hann sé bersýnilega áfram umdeildur enda tróni hann á toppi beggja lista. "Hins vegar virðist hann rétta sig af eftir þetta mjög svo erfiða fjölmiðlafrumvarp. Mér finnst það lang líklegasta skýringin á því hve þeim fækkar sem bera minnst traust til hans." Ólafur segir athyglisvert hve margir treysta Steingrími J. og enn sé staðfest lítið traust til Össurar Skarphéðinssonar. Hins vegar segist hann ekki hafa búist við hærri tölum hjá Halldóri Ásgrímssyni. "Ef það skiptir einhverju máli að hann sé kominn í forsætisráðuneytið, skilar það sér ekki strax í meira fylgi, " segir Ólafur Þ. Harðarson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×