Umhugsunarefni fyrir flokkana 21. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun