Það þarf að breyta skipulaginu 24. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir misheppnaðan sáttafund í gær er ljóst að kennaradeilan verður í hnút næstu daga og jafnvel vikur. Það eru dapurlegar fréttir fyrir þjóðfélagið allt. Og í rauninni óviðunandi að við bjóðum börnum okkar upp á þetta. Vandinn er bara sá að svo breitt bil er á milli deilenda að erfitt er að sjá þeir hvernig þeir eiga að ná samkomulagi. Kennarar hafa komið sér í þá stöðu að þeir eiga erfitt með að samþykkja tilboð sem miðast við svipaðar kjarabætur og aðrir launþegar hafa verið að fá. Og gangi sveitarfélögin of langt til móts við kröfur kennara leiðir það af sér uppnám á almennum vinnumarkaði. Lausnin mun að líkindum liggja í breytingum á vinnufyrirkomulagi en hætt er við að það taki nokkurn tíma að útfæra viðunandi lausnir á því sviði. Ekki er við því að búast að viðsemjendur í kennaradeilunni komi fram með eitthvert nýstárlegt útspil. Það kæmi að minnsta kosti mjög á óvart. Launanefnd sveitarfélaga er málsvari ólíkra aðila og hefur hvorki skipulagslegan styrk né pólitískt umboð til að láta sér detta í hug óvenjulegar eða róttækar lausnir. Kennarasamtökin hafa um árabil verið meðal íhaldssömustu stéttarsamtaka landsins og með fullri virðingu fyrir þeim mun óhætt að segja ekki sé von á nýmælum úr þeirri átt. Aftur á móti hafa kennaradeilur stundum leyst úr læðingi hugmyndir og framkvæmdir sem til framfara hafa orðið. Kennaraverkfallið haustið 1984 varð þannig hvati að stofnun nýs einkaskóla, Tjarnarskóla, og deilan sem stendur yfir hefur kveikt áhugaverðar umræður í blöðum um nauðsyn skipulagsbreytinga í skólamálum. Hefur ungt fólk í Frjálshyggjufélaginu til dæmis viðrað að nýju hugmyndina um ávísanakerfi, frelsi til handa foreldrum skólabarna til að kaupa menntun þar sem hún býðst best. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins, benti á það hér í blaðinu í gær að til þess að bæta kjör kennara verulega þyrfti að breyta skipulaginu sem skólakerfið byggir á. Í stað miðstýrðra samninga vekur hann athygli á kostum beinna samninga í hverjum skóla. Hann telur nauðsynlegt að fjölga einkaskólum og gefa þeim og ríkisskólunum frjálsari hendur en þeir hafa nú til að fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þorvaldur Gylfason segir að skipulagsbreytingu skólamálanna þurfi að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annað hvort frá almannavaldinu eða að skólunum yrði leyft að afla fjár á eigin spýtur, til dæmis með því að leggja hófleg gjöld á nemendur eða stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og hann segir að mjög hafi færst í vöxt í framhaldsskólum og háskólum í nálægum löndum. Bendir Þorvaldur í þessu sambandi á að nú þegar kaupi foreldrar margs konar viðbótarmenntun börnum sínum til handa. Engum dettur í hug að leggja til að skólakerfi okkar verði umturnað í einu vetfangi. Allar breytingar þurfa að gerast í áföngum með eðlilegum hætti og finna sér farveg samráðs og skoðanaskipta. En kennaradeilan beinir sjónum að því að raunveruleg umskipti verða ekki á kjörum kennara nema menn þori að velta fyrir sér og rökræða róttækar hugmyndir um skólakerfið og skipulag þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir misheppnaðan sáttafund í gær er ljóst að kennaradeilan verður í hnút næstu daga og jafnvel vikur. Það eru dapurlegar fréttir fyrir þjóðfélagið allt. Og í rauninni óviðunandi að við bjóðum börnum okkar upp á þetta. Vandinn er bara sá að svo breitt bil er á milli deilenda að erfitt er að sjá þeir hvernig þeir eiga að ná samkomulagi. Kennarar hafa komið sér í þá stöðu að þeir eiga erfitt með að samþykkja tilboð sem miðast við svipaðar kjarabætur og aðrir launþegar hafa verið að fá. Og gangi sveitarfélögin of langt til móts við kröfur kennara leiðir það af sér uppnám á almennum vinnumarkaði. Lausnin mun að líkindum liggja í breytingum á vinnufyrirkomulagi en hætt er við að það taki nokkurn tíma að útfæra viðunandi lausnir á því sviði. Ekki er við því að búast að viðsemjendur í kennaradeilunni komi fram með eitthvert nýstárlegt útspil. Það kæmi að minnsta kosti mjög á óvart. Launanefnd sveitarfélaga er málsvari ólíkra aðila og hefur hvorki skipulagslegan styrk né pólitískt umboð til að láta sér detta í hug óvenjulegar eða róttækar lausnir. Kennarasamtökin hafa um árabil verið meðal íhaldssömustu stéttarsamtaka landsins og með fullri virðingu fyrir þeim mun óhætt að segja ekki sé von á nýmælum úr þeirri átt. Aftur á móti hafa kennaradeilur stundum leyst úr læðingi hugmyndir og framkvæmdir sem til framfara hafa orðið. Kennaraverkfallið haustið 1984 varð þannig hvati að stofnun nýs einkaskóla, Tjarnarskóla, og deilan sem stendur yfir hefur kveikt áhugaverðar umræður í blöðum um nauðsyn skipulagsbreytinga í skólamálum. Hefur ungt fólk í Frjálshyggjufélaginu til dæmis viðrað að nýju hugmyndina um ávísanakerfi, frelsi til handa foreldrum skólabarna til að kaupa menntun þar sem hún býðst best. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins, benti á það hér í blaðinu í gær að til þess að bæta kjör kennara verulega þyrfti að breyta skipulaginu sem skólakerfið byggir á. Í stað miðstýrðra samninga vekur hann athygli á kostum beinna samninga í hverjum skóla. Hann telur nauðsynlegt að fjölga einkaskólum og gefa þeim og ríkisskólunum frjálsari hendur en þeir hafa nú til að fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þorvaldur Gylfason segir að skipulagsbreytingu skólamálanna þurfi að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annað hvort frá almannavaldinu eða að skólunum yrði leyft að afla fjár á eigin spýtur, til dæmis með því að leggja hófleg gjöld á nemendur eða stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og hann segir að mjög hafi færst í vöxt í framhaldsskólum og háskólum í nálægum löndum. Bendir Þorvaldur í þessu sambandi á að nú þegar kaupi foreldrar margs konar viðbótarmenntun börnum sínum til handa. Engum dettur í hug að leggja til að skólakerfi okkar verði umturnað í einu vetfangi. Allar breytingar þurfa að gerast í áföngum með eðlilegum hætti og finna sér farveg samráðs og skoðanaskipta. En kennaradeilan beinir sjónum að því að raunveruleg umskipti verða ekki á kjörum kennara nema menn þori að velta fyrir sér og rökræða róttækar hugmyndir um skólakerfið og skipulag þess.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun