Vald ráðherra mikið við dómaraval 28. september 2004 00:01 Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til samanburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á útnefningu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára -- einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráðherra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðnar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttardómara í Finnlandi að tillögu dómsmálaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök valnefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefndinni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráðherra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dómstólaráðs sem hefur áður gert tillögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breytingar á norska dómskerfinu frá 1999. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Deilt hefur verið um það undanfarið hvernig skipa skuli dómara við Hæstarétt hér á landi. Eins og kunnugt er skipar forseti Íslands í réttinn að tillögu dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á umsögn Hæstaréttar. Hæstarétti er falið að skera úr um hvaða umsækjendur séu hæfir og hverjir ekki. Það er fróðlegt að skoða til samanburðar fyrirkomulag á skipan dómara í nágrannalöndunum. Það er margvíslegt, en þó virðist vald ráðherra vera einna mest hér á landi, ef eitthvað er. Danskir hæstaréttadómarar eru skipaðir af drottningunni eftir tillögu frá dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra byggir tillögu sína á útnefningu sérstaks skipunarráðs, sem í eru sex meðlimir skipaðir til fimm ára -- einn hæstaréttardómari, tveir dómarar undirrétta, einn lögmaður og tveir fulltrúar almannavaldsins. Ráðið gerir rökstudda tillögu um aðeins einn aðila hverju sinni. Ráðherra getur, lagalega, gengið gegn vilja ráðsins í tillögu sinni til drottningar, en slíkt hefur ákveðnar stjórnskipulegar afleiðingar í för með sér. Forsetinn skipar hæstaréttardómara í Finnlandi að tillögu dómsmálaráðherra, ekki ósvipað og hér. Tillaga dómsmálaráðherra er hins vegar gerð á grunni tillögu frá hæstarétti sjálfum. Hæstiréttur hefur þannig mikið vald um skipan dómara í réttinn og virðist vald ráðherrans við skipan dómara vera nánast eingöngu formlegt. Í Þýskalandi skipar forsetinn í hæstaréttinn eftir útnefningu frá dómsmálaráðherra, en sérstök valnefnd hefur áður gert tillögu að dómara. Ráðherrann situr í nefndinni og hefur þar atkvæðisrétt ásamt öðrum meðlimum. Í Frakklandi er svipað uppi á teningnum, en þar skipar forsetinn formlega í réttinn eftir útnefningu frá ráðherra. Ráðherra fer þó sjaldan gegn niðurstöðu sérstaks dómstólaráðs sem hefur áður gert tillögu um dómara. Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr nefndaráliti um breytingar á norska dómskerfinu frá 1999.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira