Braut meginreglu stjórnsýslulaga 30. september 2004 00:01 Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Átta af dómurum Hæstaréttar töldu Stefán Má Stefánsson lagaprófessor hæfastan til að gegna stöðu Hæstaréttardómara ásamt Eiríki Tómassyni lagprófessor, af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um dómarastöðuna. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra í málinu, gekk gegn því áliti og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í starfið í gær. Stefán Már óskar Jóni velfarnaðar í starfi en hann telur að ekki hafi verið rétt að embættisveitingunni staðið og hann gagnrýnir vinnubrögð ráðherra. Hann segir Hæstarétt lögbundin umsagnaraðila eins og sé í mörgum öðrum löndum og eigi því að hafa um það að segja hver sé skipaður í dóminn. Það tryggir líka sjálfstæði hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Stefán segir Hæstirétt hafa gert þetta í mjög ítarlegu áliti þar sem tekin eru fyrir níu atriði og þau greind. Rétturinn segi þar að ekkert eitt af þeim atriðum megi leggja til grundvallar heldur verði að gera það að öllum atriðunumn samanlögðum. „Ef horft er á þetta þá hefur ráðherra, sem hefur óvéfengjanlega formlegt vald til að ákveða hæstaréttardómara, brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög eins og málin standa nú,“ segir Stefán. „Það er að segja, þessu lögbundna áliti Hæstaréttar hefur ekki verið hnekkt og því verður alls ekki hnekkt með að benda á að einn sé mjög (svo) hæfari í einu af þessum níu atriðum.“ Stefán Már hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fari lengra með málið og þá hvert. Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, sem dómarar Hæstaréttar sögðu koma næst Stefán Má og Eiríki að hæfni til að gegna starfinu, hefur lýst því yfir að óskað verði eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ákvörðun hans. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, sem Hæstiréttur taldi annan af hæfustu umsækjendum um dómarastöðu við Hæstarétt, telur að settur dómsmálaráðherra hafi brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög þegar hann skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara í gær. Átta af dómurum Hæstaréttar töldu Stefán Má Stefánsson lagaprófessor hæfastan til að gegna stöðu Hæstaréttardómara ásamt Eiríki Tómassyni lagprófessor, af þeim sjö umsækjendum sem sóttu um dómarastöðuna. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra í málinu, gekk gegn því áliti og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í starfið í gær. Stefán Már óskar Jóni velfarnaðar í starfi en hann telur að ekki hafi verið rétt að embættisveitingunni staðið og hann gagnrýnir vinnubrögð ráðherra. Hann segir Hæstarétt lögbundin umsagnaraðila eins og sé í mörgum öðrum löndum og eigi því að hafa um það að segja hver sé skipaður í dóminn. Það tryggir líka sjálfstæði hans gagnvart öðrum handhöfum ríkisvaldsins. Stefán segir Hæstirétt hafa gert þetta í mjög ítarlegu áliti þar sem tekin eru fyrir níu atriði og þau greind. Rétturinn segi þar að ekkert eitt af þeim atriðum megi leggja til grundvallar heldur verði að gera það að öllum atriðunumn samanlögðum. „Ef horft er á þetta þá hefur ráðherra, sem hefur óvéfengjanlega formlegt vald til að ákveða hæstaréttardómara, brotið meginreglu stjórnsýslulaga og jafnréttislög eins og málin standa nú,“ segir Stefán. „Það er að segja, þessu lögbundna áliti Hæstaréttar hefur ekki verið hnekkt og því verður alls ekki hnekkt með að benda á að einn sé mjög (svo) hæfari í einu af þessum níu atriðum.“ Stefán Már hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann fari lengra með málið og þá hvert. Lögmaður Hjördísar Hákonardóttur, sem dómarar Hæstaréttar sögðu koma næst Stefán Má og Eiríki að hæfni til að gegna starfinu, hefur lýst því yfir að óskað verði eftir rökstuðningi ráðherra fyrir ákvörðun hans.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira