Mesta breyting síðari ára 30. september 2004 00:01 Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Félagsmálaráðherra og verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynntu tillögurnar nú síðdegis en samkvæmt þeim munu íbúar í áttatíu sveitarfélögum, sem telja samtals 213 þúsund manns eða 73 prósent þjóðarinnar, kjósa um sameiningu við önnur sveitarfélög þann 23. apríl næstkomandi. Það er aðeins í fjórtán sveitarfélögum sem engin tillaga er gerð um sameiningu en meðal þeirra eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Akranes og Vestmannaeyjar. Íbúar Reykjavíkur munu hins vegar kjósa um sameiningu við Kjósarhrepp og Garðbæingar um sameiningu við Bessastaðahrepp. Lagt er til að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi, Snæfellsnes verði allt sameinað í eitt, norðanverðir Vestfirðir sameinist, Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Ölfus og Flói renni saman í eitt, þar með Selfoss og Hveragerði, og uppsveitir Árnessýslu verði eitt sveitarfélag svo nokkrar tillögur séu nefndar. Um leið er lagt til að verkefni sem kosta 20-30 milljarða á ári verði færð frá ríki til sveitarfélaga. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin eflast mjög við þetta en í breytingunum felist að þau taki að sér þjónustu við fatlaða, ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, ákveðna þætti þjónustu á sviði vinnumála og fleira í þeim dúr. „Við höfum látið okkur detta í hug að til gæti orðið eitthvað sem héti velferðarstofa sveitarfélaganna þar sem íbúar gætu sótt þjónustu á þessum sviðum á einn stað,“ segir félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn munu fara yfir þessar tillögur næstu tvo mánuði og koma með ábendingar að því loknu. Hann segir ekki víst að endanleg tillaga verði nákvæmlega með sama hætti og var kynnt á fundinum í dag. Félagsmálaráðherra hvetur íbúa sveitarfélaganna til að kynna sér tillögurnar því það skipti miklu máli. Þetta sé jú gert til þess að auka þjónustuna við fólkið í landinu. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Félagsmálaráðherra og verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynntu tillögurnar nú síðdegis en samkvæmt þeim munu íbúar í áttatíu sveitarfélögum, sem telja samtals 213 þúsund manns eða 73 prósent þjóðarinnar, kjósa um sameiningu við önnur sveitarfélög þann 23. apríl næstkomandi. Það er aðeins í fjórtán sveitarfélögum sem engin tillaga er gerð um sameiningu en meðal þeirra eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Akranes og Vestmannaeyjar. Íbúar Reykjavíkur munu hins vegar kjósa um sameiningu við Kjósarhrepp og Garðbæingar um sameiningu við Bessastaðahrepp. Lagt er til að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi, Snæfellsnes verði allt sameinað í eitt, norðanverðir Vestfirðir sameinist, Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Ölfus og Flói renni saman í eitt, þar með Selfoss og Hveragerði, og uppsveitir Árnessýslu verði eitt sveitarfélag svo nokkrar tillögur séu nefndar. Um leið er lagt til að verkefni sem kosta 20-30 milljarða á ári verði færð frá ríki til sveitarfélaga. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin eflast mjög við þetta en í breytingunum felist að þau taki að sér þjónustu við fatlaða, ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, ákveðna þætti þjónustu á sviði vinnumála og fleira í þeim dúr. „Við höfum látið okkur detta í hug að til gæti orðið eitthvað sem héti velferðarstofa sveitarfélaganna þar sem íbúar gætu sótt þjónustu á þessum sviðum á einn stað,“ segir félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn munu fara yfir þessar tillögur næstu tvo mánuði og koma með ábendingar að því loknu. Hann segir ekki víst að endanleg tillaga verði nákvæmlega með sama hætti og var kynnt á fundinum í dag. Félagsmálaráðherra hvetur íbúa sveitarfélaganna til að kynna sér tillögurnar því það skipti miklu máli. Þetta sé jú gert til þess að auka þjónustuna við fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ bíður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira