Jón Steinar ekki hæfastur 30. september 2004 00:01 Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar. Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Ráðherra skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti hæstaréttardómara, að sögn Stefáns Más Stefánssonar, annars þeirra sem dómurinn taldi hæfastan. Þá undirbýr lögmaður Hjördísar Hákonardóttur mál á hendur dómsmálaráðuneytinu á þeim forsendum að ráðherra hafi brotið jafnréttislög og góða stjórnsýsluhætti við skipun Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embættið. Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt. Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, hefur sagt að Hæstiréttur hafi gengið fulllangt í hæfnismati og eigi aðeins að meta hæfi umsækjenda. Stefán segir það gott og blessað sjónarmið en vandinn sé sá að lögin eru svona í dag. Stefán vísar þar í lög um dómstóla sem kveða á um að áður en skipað verður í dómaraembætti skuli dómsmálaráðherra leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna því. Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar Hákonardóttur sem dómurinn taldi standa næst þeim Eiríki og Stefáni Má að hæfni, segir ráðherra hvort tveggja hafa brotið gegn lögum um jafnrétti og góðum stjórnsýsluháttum með skipan Jóns Steinars. Hann undirbýr nú dómsmál fyrir hönd Hjördísar en frá því snemma í vor hafa staðið yfir samningaviðræður milli hennar og ráðuneytisins, eða frá því kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum þegar gengið var framhjá Hjördísi við skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Lögmaður Hjördísar segir skipan Jóns Steinars styrkja málstað Hjördísar enn frekar enda hafi dómurinn talið Hjördísi hæfari umsækjenda. Hann segist ekki geta dregið aðrar ályktanir af umsögninni og áliti kærunefndar í vor en að það sé verið að brjóta viljandi gegn Hjördísi. „Það er óásættanlegt,“ segir Atli Gíslason, lögmaður Hjördísar.
Fréttir Hæstiréttur Innlent Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira