Kerry þarf að herða róðurinn 3. október 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildarþingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágætlega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjósenda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kannanir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosningabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósamkvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. "Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni," sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: "Forsetinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistökin eru verri?" Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosningabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafnframt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýðræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósendur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringarkrafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverkunum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og forsetinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upphafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að "vinna friðinn". Atburðarásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími friðar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Bandaríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúman mánuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sjónvarpskappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum, George W. Bush forseta og John Kerry öldungardeildarþingmanns, sem fram fóru á fimmtudagskvöld, virðast litlu eða engu hafa breytt um stöðu þeirra í kosningabaráttunni. Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að þeir hafi báðir staðið sig ágætlega og hvorugum tekist að slá hinn út af laginu. Könnun meðal kjósenda sem gerð var að kappræðunum loknum sýndi að mun fleiri töldu Kerry hafa komið betur frá kappræðunum en Bush forseta, en kannanir sem birtar voru í gær benda ekki til þess að það sé að skila sér í auknu fylgi þingmannsins meðal óákveðinna kjósenda. Líklega er sá tími löngu liðinn að einvígi af þessu tagi geti valdið hvörfum í kosningabaráttu; stjórnmálamenn eru einfaldlega orðnir svo þaulvanir sjónvarpsframkomu og hafa svo góð tök á viðeigandi tækni að það þarf meira en lítið að bera út af til að þeim verði á í messunni. Sterkasti punktur Bush forseta í umræðunum var að benda á ósamkvæmni Kerrys og ístöðuleysi í skoðunum. "Hann er eingöngu sjálfum sér samkvæmur í ósamkvæmninni," sagði forsetinn hnyttilega. Ef vinna ætti stríðið gegn hryðjuverkunum yrði að sýna staðfestu. Kerry féllst á að hann hefði komist óheppilega að orði um fjárveitingar til stríðsrekstrarins í Írak en hitti í mark þegar hann spurði á móti: "Forsetinn gerði sjálfur mistök með því að ráðast inn í Írak. Hvor mistökin eru verri?" Flestir sem sagt hafa álit sitt á kappræðunum leggja áherslu á að þær hafi verið málefnalegar. Óhróðurinn sem einkennt hefur kosningabaráttuna að undanförnu með áherslum á svik Kerrys í Víetnam og undanbrögð Bush frá herþjónustu var víðs fjarri. Forsetinn var sem fyrr sannfærður um réttmæti þeirrar stefnu sem hann hefur fylgt. Kvað hann heiminn betri án Saddams Hussein og fullyrti jafnframt að þróunin í Írak væri í rétta átt, til friðar, stöðugleika og lýðræðis. Það má Bush eiga að hann talar um þessi mál eins og hann trúi því sjálfur sem hann er að segja. Það hefur áhrif á óákveðna kjósendur sem freistast til þess að setja jafnaðarmerki á milli sannfæringarkrafts forsetans og veruleikans. John Kerry benti hins vegar réttilega á að stríðið gegn hryðjuverkunum og innrásin í Írak væru tvö aðskilin mál en ekki eitt eins og forsetinn leggur allt kapp á að sannfæra menn um. Hann hélt því fram að stærstu mistök forsetans væru að hafa enga áætlun haft um það í upphafi innrásarinnar hvernig hann ætlaði að "vinna friðinn". Atburðarásina í Írak að undanförnu taldi hann ekki benda til þess að tími friðar og stöðugleika væri framundan. Vandi Kerrys er sá að hans eigin hugmyndir um uppbygginguna í Írak eru ekki nægilega skýrar. Kerry leggur áherslu á þátt heimamanna og samstarf við Sameinuðu þjóðirnar og Atlantshafsbandalagið en allt eru þetta atriði sem Bush forseti hefur þegar tekið upp og reynt að vinna eftir. Á endanum snúast bandarísku forsetakosningarnar líklega um traust á frambjóðendunum. Skoðanakannanir utan Bandaríkjanna sýna að í því efni nýtur Kerry yfirburðastuðnings. En það eru Bandaríkjamenn einir sem ganga að kjörborðinu og skoðanakannanir meðal þeirra benda enn til þess að Bush verði endurkjörinn í kosningunum í byrjun nóvember. Sannfæringarkraftur hans virðist orka sterkar á kjósendur heima við en málefnaleg gagnrýni Kerrys. Greinilegt er að John Kerry þarf að herða róðurinn mjög ætli hann að eiga nokkurn möguleika á að bera sigurorð af forsetanum í kosningunum eftir rúman mánuð.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun