Innlent

Bensín lægst í Hveragerði

Lægsta bensínverð á landinu var í gær hjá Orkunni í Hveragerði. Þar kostaði lítrinn af 95 oktana bensíni 103.60. Í könnun sem Fréttablaðið gerði var einungis miðað við lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu, án tillits til annarra afsláttarþátta.. Hjá Orkunni var lægsta bensínverð á höfuðborgarsvæðinu kr. 103.80 á stöðinni við Klettagarða. Atlandsolía var með 103.90 krónur á báðum sínum bensínstöðvum í Hafnarfirði. Á Essóstöðvunum var lítraverðið lægst á höfuðborgarsvæðinu í Skógarseli og Stórahjalla, 106.80 krónur, en algengasta verð 109.10. Á expressstöðvunum kostaði lítrinn 103.90 og sama verð var í Ego. Hjá Olís var lítrinn lægstur á 106.80 krónur, meðal annars á Klöpp, í Mjódd, í Hafnarfirði og Kópavogi. Hjá ÓB var lægsta verð í Fjarðarkaupum 103.80. Hjá Shell var verðið lægst í Hveragerði 105.70 en lægsta verð á höfuðborgarsvæðinu var 106.80 á Breiðholtsstöðinni. Þjónustuverð var 113.50 krónur á lítrann á þeim stöðvum þar sem menn geta látið dæla á fyrir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×