Óvænt stefna umræðu 6. október 2004 00:01 Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfallið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samninganefndar sveitarfélaga en talaði með allt öðrum hætti á Alþingi. "Undarlegt að heyra þetta fólk tala agjörlega á skjön við R-listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?" Kallað var fram í ræðu ráðherrans: "Hlustar þú á Alfreð?" og svaraði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: "Við Framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið." Málshefjandi umræðunnar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhaldsskólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hafi verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu sagði að Halldór Ásgrímsson væri í afneitun og segði ekki ég, ekki eins og menntamálaráðherrann sem hefði flutt "lélega fréttaskýringu" í ræðu sinni "Svona gera menn ekki." Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum sakaði svo forsætisráðherra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitarfélaga
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent