SH veltir SÍF úr sessi 7. október 2004 00:01 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi. Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Sjá meira
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er stærsta fyrirtækið á Íslandi ef miðað er við veltutölur. Keppinauturinn SÍF laut í lægra haldi og tapaði fyrsta sætinu á lista Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtækin. Velta hvors félags er tæpir 60 milljarðar króna. Listinn er byggður á ársuppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár. KB banki stekkur í þriðja sætið úr því níunda milli ára með ríflega 50 milljarða veltu. Veltuaukning KB banka skýrist meðal annars af sameiningu við Búnaðarbankann. KB banki vermir toppsætið þegar litið er til hagnaðar. Bankinn hagnaðist um tæpa 9,4 milljarða á árinu 2003. Baugur kemur fast á hæla KB banka með 9,3 milljarða í hagnað. Þessi tvö félög skera sig nokkuð úr og eiga Íslandsmet í hagnaði. Baugur átti fyrra met sem var 7,4 milljarðar króna. Íslandsbanki er í þriðja sæti með 6,4 milljarða í hagnað. KB banki er einnig með mest eigið fé allra fyrirtækja á listanum. Actavis er með flesta starfsmenn allra fyrirtækjanna með ríflega 6.500 ársverk. Meirihluti starfmanna er á erlendri grundu. Landspítali - háskólasjúkrahús kemur næst með tæplega 3.900 ársverk. KEA greiðir hæst meðallaun allra fyrirtækja. Starfsmenn eru tveir og meðaltal launa þeirra er 9,4 milljónir á árinu 2003 sem gera ríflega 780 þúsund á mánuði. Í næstu sætum eru útgerðarfélög sem jafnan hafa vermt efstu sætin. Þar á eftir kemur Byggðastofnun sem greiðir 25 starfsmönnum 520 þúsund að meðaltali á mánuði. Það eru svipuð mánaðarlaun og KB banki greiðir sínum ríflega tólfhundruð starfsmönnum að meðaltali. Mesta tap fyrirtækis á árinu 2003 var hjá Íslenskri erfðagreiningu og nam það 2,5 milljörðum króna. Tap fyrirtækisins minnkaði verulega frá fyrra ári, en þá var það 10,7 milljarðar króna. Eimskipafélag Íslands er samkvæmt listanum í 88. sæti yfir veltumestu félögin. Fyrir níu árum var Eimskipafélagið níunda stærsta fyrirtækið á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Sjá meira