Ný fjölmiðlanefnd skipuð 8. október 2004 00:01 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi. Það þarf væntanlega varla að minna fólk á hvernig umræðan um lög á fjölmiðla endaði í sumar eftir mikinn hamagang. Forseti lýðveldisins neitaði að samþykkja lög á fjölmiðla. Ríkisstjórnin kom í framhaldinu með breytingu á þeim lögum en síðan var málið dregið til baka. Nú er það hins vegar komið af stað aftur en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vonast til að betri samstaða náist nú, enda verði nefndin skipuð fulltrúum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir nefndina verða skipaða fimm aðilum, þremur úr ríkisstjórn og tveimur úr stjórnarandstöðu. Hún segist gera sér grein fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir séu fleiri en tveir en eftir því sem þingmenn þeirra flokka segja sjálfir er stjórnarandstaðan mjög samhent í málinu. Því verði þeim varla skotaskuld að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Markmið nefndarinnar er að halda áfram þar sem frá var horfið í vinnu síðustu fjölmiðlanenfdar, m.a. með því að fara yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf, skoða fjölmiðlaumhverfið með tilliti til stafrænna útsendinga, samþjöppun á eignarhaldi og markaðsstöðu RÚV. Þorgerður telur mjög mikilvægt að nefndin leiti til allra þeirra sem best þekki í málefnum fjölmiðla í vinnu sinni. Ráðherra bendir á að eitt af því sem menn gagnrýndu hvað harðast í umræðunni hafi verið aðferðarfræðin, sem nú verður önnur. Í næsta mánuði hyggst ráðherra efna til fjölmiðlaráðstefnu þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt. Ráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á vorþingi. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að ný fjölmiðlanefnd yrði skipuð til að undirbúa lög um fjölmiðla. Bæði stjórn og stjórnarandstaða skipa fulltrúa í nefndina. Menntamálaráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt frumvap á vorþingi. Það þarf væntanlega varla að minna fólk á hvernig umræðan um lög á fjölmiðla endaði í sumar eftir mikinn hamagang. Forseti lýðveldisins neitaði að samþykkja lög á fjölmiðla. Ríkisstjórnin kom í framhaldinu með breytingu á þeim lögum en síðan var málið dregið til baka. Nú er það hins vegar komið af stað aftur en menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vonast til að betri samstaða náist nú, enda verði nefndin skipuð fulltrúum bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir nefndina verða skipaða fimm aðilum, þremur úr ríkisstjórn og tveimur úr stjórnarandstöðu. Hún segist gera sér grein fyrir því að stjórnarandstöðuflokkarnir séu fleiri en tveir en eftir því sem þingmenn þeirra flokka segja sjálfir er stjórnarandstaðan mjög samhent í málinu. Því verði þeim varla skotaskuld að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. Markmið nefndarinnar er að halda áfram þar sem frá var horfið í vinnu síðustu fjölmiðlanenfdar, m.a. með því að fara yfir þá þróun sem átt hefur sér stað í evrópskri fjölmiðlalöggjöf, skoða fjölmiðlaumhverfið með tilliti til stafrænna útsendinga, samþjöppun á eignarhaldi og markaðsstöðu RÚV. Þorgerður telur mjög mikilvægt að nefndin leiti til allra þeirra sem best þekki í málefnum fjölmiðla í vinnu sinni. Ráðherra bendir á að eitt af því sem menn gagnrýndu hvað harðast í umræðunni hafi verið aðferðarfræðin, sem nú verður önnur. Í næsta mánuði hyggst ráðherra efna til fjölmiðlaráðstefnu þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar taka þátt. Ráðherra vonast til að geta lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á vorþingi.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira