Nefndin strax orðin umdeild 8. október 2004 00:01 Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Ný nefnd menntamálaráðherra um fjölmiðla hefur ekki verið skipuð en er þegar orðin umdeild. Nefndinni er ætlað ákveðið sáttahlutverk svo næsta frumvarp um fjölmiðla hljóti önnur örlög en það síðasta. Það byrjar hins vegar ekki vel því stjórnarandstaðan er ósátt við hvernig skipa á nefndina. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ætlar að skipa nefnd til að fara stöðuna á fjölmiðlamarkaði og það umhverfi sem íslenskir fjölmiðlar starfa í. Þessi nefnd á að skila tillögum á vormánuðum og í framhaldi ætlar ráðherra að leggja fram frumvarp á Alþingi. Þetta hljómar kunnuglega, ekki satt? Ekki þarf að fjölyrða um þær deilur sem urðu í vor og sumar um tilraunir ríkisstjórnarinnar til að setja fjölmiðlalög á grundvelli skýrslu síðustu fjölmiðlanefndar. Nýju nefndinni er ætlað að hafa samráð við alla þá sem koma að og hafa hagsmuni sem tengjast fjölmiðlum, að skoða sem sagt ýmislegt sem gamla nefndin gerði ekki. Þar má nefna stöðu Ríkisútvarpsins og hvaða áhrif framþróun í tækni hefur. Nú á að gera hlutina með öðrum hætti með það að markmiði að samstaða náist um þessi mál segir ráðherra. Í sem stystu máli þá segist ríkisstjórnin vera að læra af reynslunni. Menntamálaráðherra segir alltaf heilbrigt að líta í eign barm en ef hún skynji þetta rétt voru menn fyrst og fremst ósáttir við aðferðafræðina. Annars hafi allir verið sammála um að setja eigi löggjöf um starfsemi og eignarhald á fjölmiðlum og ráðherra vonar að með þessu sé hún að koma til móts við sem flesta og í sem bestri sátt við alla. Sátt og sátt. Stjórnarandstaðan er í það minnsta þegar sammála um að vera ósátt við að nefndin skuli vera skipuð þremur fulltrúum stjórnar og tveimur fulltrúum stjórnarandstöðu. Þorgerður Katrín segir stjórnarandstöðuna hafa verið mjög samhenta í þessu máli og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að velja tvo fulltrúa í nefndina. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir þetta vissulega skref í rétta átt og vinnubrögðin miklu gæfulegri en þau sem stunduð hafa verið undanfarna mánuði og misseri. Hann lýsir hins vegar yfir vonbrigðum ef ekki á að leyfa öllum þátttöku í nefndinni á jafnræðisgrunni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðunni ekki verða skotaskuld úr því að koma sér saman um tvo fulltrúa. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að ef menn vilji einlæglega ná friði sé best að fá öll sjónarmiðin fram. Össur myndi líka vilja hafa fulltrúa fjölmiðla í nefndinni. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sýnist tilhögun nefndarinnar eiga að verða til þess að hans flokkur verði settur til hliðar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira