Fyrirtæki borguðu ísjakann í París 12. október 2004 00:01 Menningarkynning í París - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Töluvert hefur borið á fréttum um kynninguna á íslenskum menntum og menningu í Frakklandi í íslenskum fjölmiðlum (Islande - de glace et de feu), einkum sjónvarpi, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Reyndar hvergi nærri eins mikið og í Frakklandi, eðli málsins samkvæmt. Ýmiss konar samanburður sést og fullyrðingar margar. Þess vegna er rétt að fram komi nokkrar staðreyndir í málinu. Framlag íslenska ríkisins er vissulega myndarlegt og vafalaust má telja að þar á bæ geti einhver lagt fram lokatölu sem við á. Þessu til viðbótar koma mjög rausnarleg framlög fjórtán styrktaraðila (fyrirtækja) og ígildi framlaga tveggja til viðbótar í formi ókeypis flutninga. Líklega eru þær upphæðir samtals svipaðar og framlög ríkisins og íþyngja fjárútlátin ekki almenningi í landinu. Þessu til viðbótar verður að minna á framlag Frakka en það sýnist mér vera þrefalt á við það sem við íslenskir skattgreiðendur leggjum fram. Samkvæmt áætlunum Frakka munu a.m.k. 100.000 gestir sækja viðburðina og margföld sú tala fræðast um land og þjóð í gegnum fjölmiðla meðan á kynningunni stendur. Lítið hefur verið fjallað um þá sem unnu s.k. vísindasýningu. Þar kemur við sögu verkfræði- og ráðgjafastofan Línuhönnun sem sá um alla verkefnisstjórnun, hönnun (með Árna Páli Jóhannssyni og Írisi Ríkharðsdóttur), alla tæknivinnu (með Exton/Kristjáni Magnússyni), texta- og myndgerð (undirritaður) og hljóðsetningu (með Hilmari Erni). Fyrirtækið setti einnig sýninguna upp ásamt kynningu á styrktaraðilum í hliðarsal. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir sérútgáfu Iceland Review á frönsku í tengslum við kynninguna og á vísindasýningunni er tugþúsundum bæklinga um efni hennar, og með tenglum til frekari fræðslu, dreift ókeypis til sýningargesta. Þá mun tímarit Palais de la Découverte fjalla um Ísland. Ísjakinn frægi kostaði íslenska skattgreiðendur ekki krónu í reynd. Eftir að hugmyndin fæddist síðla vors var verktakafyrirtækið Ístak fengið til samstarfs ásamt Eimskip. Ístak tók að sér að ná í jakann með fulltingi undirritaðs og þeirra sem reka ferðamannaútgerðina við Jökulsárlón. Þeir aðilar og Ístak gáfu alla vinnu eystra og Ístak kostaði svo flutninginn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom tók Eimskip við klakanum, setti í frystigám og flutti hann ókeypis til Rotterdam og áfram til Parísar. Parísarborg tók að sér að hífa klumpinn af flutningabíl og koma honum fyrir á stéttinni fyrir framan sýningarstaðinn þar sem vísindasýningin stendur yfir og opnunarhátíðin fór fram. Sem sagt: Það fór ekkert jafngildi einhverra framlaga íslenska ríkisins til fræðslu- eða heilbrigðismála í að útvega góðan áhugavaka handa frönskum fjölmiðlum og almenningi. Tvö íslensk fyrirtæki borguðu brúsann fyrst og fremst af því þeim þótti hugmyndin áhugaverð og framkvæmdin skemmtileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Menningarkynning í París - Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Töluvert hefur borið á fréttum um kynninguna á íslenskum menntum og menningu í Frakklandi í íslenskum fjölmiðlum (Islande - de glace et de feu), einkum sjónvarpi, Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Reyndar hvergi nærri eins mikið og í Frakklandi, eðli málsins samkvæmt. Ýmiss konar samanburður sést og fullyrðingar margar. Þess vegna er rétt að fram komi nokkrar staðreyndir í málinu. Framlag íslenska ríkisins er vissulega myndarlegt og vafalaust má telja að þar á bæ geti einhver lagt fram lokatölu sem við á. Þessu til viðbótar koma mjög rausnarleg framlög fjórtán styrktaraðila (fyrirtækja) og ígildi framlaga tveggja til viðbótar í formi ókeypis flutninga. Líklega eru þær upphæðir samtals svipaðar og framlög ríkisins og íþyngja fjárútlátin ekki almenningi í landinu. Þessu til viðbótar verður að minna á framlag Frakka en það sýnist mér vera þrefalt á við það sem við íslenskir skattgreiðendur leggjum fram. Samkvæmt áætlunum Frakka munu a.m.k. 100.000 gestir sækja viðburðina og margföld sú tala fræðast um land og þjóð í gegnum fjölmiðla meðan á kynningunni stendur. Lítið hefur verið fjallað um þá sem unnu s.k. vísindasýningu. Þar kemur við sögu verkfræði- og ráðgjafastofan Línuhönnun sem sá um alla verkefnisstjórnun, hönnun (með Árna Páli Jóhannssyni og Írisi Ríkharðsdóttur), alla tæknivinnu (með Exton/Kristjáni Magnússyni), texta- og myndgerð (undirritaður) og hljóðsetningu (með Hilmari Erni). Fyrirtækið setti einnig sýninguna upp ásamt kynningu á styrktaraðilum í hliðarsal. Menntamálaráðuneytið gekkst fyrir sérútgáfu Iceland Review á frönsku í tengslum við kynninguna og á vísindasýningunni er tugþúsundum bæklinga um efni hennar, og með tenglum til frekari fræðslu, dreift ókeypis til sýningargesta. Þá mun tímarit Palais de la Découverte fjalla um Ísland. Ísjakinn frægi kostaði íslenska skattgreiðendur ekki krónu í reynd. Eftir að hugmyndin fæddist síðla vors var verktakafyrirtækið Ístak fengið til samstarfs ásamt Eimskip. Ístak tók að sér að ná í jakann með fulltingi undirritaðs og þeirra sem reka ferðamannaútgerðina við Jökulsárlón. Þeir aðilar og Ístak gáfu alla vinnu eystra og Ístak kostaði svo flutninginn til Reykjavíkur. Þegar þangað kom tók Eimskip við klakanum, setti í frystigám og flutti hann ókeypis til Rotterdam og áfram til Parísar. Parísarborg tók að sér að hífa klumpinn af flutningabíl og koma honum fyrir á stéttinni fyrir framan sýningarstaðinn þar sem vísindasýningin stendur yfir og opnunarhátíðin fór fram. Sem sagt: Það fór ekkert jafngildi einhverra framlaga íslenska ríkisins til fræðslu- eða heilbrigðismála í að útvega góðan áhugavaka handa frönskum fjölmiðlum og almenningi. Tvö íslensk fyrirtæki borguðu brúsann fyrst og fremst af því þeim þótti hugmyndin áhugaverð og framkvæmdin skemmtileg.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar