Um ofsafengnu framfaratrúna 13. október 2004 00:01 Ég var að lesa grein þína um ofsafengnu framfaratrúna, og rak örlítið í vörðurnar við setninguna "Nú ætla ég ekki að leggja lesti frjálshyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans." Nú ætla ég ekki heldur beinlínis að leggja "lestina" að jöfnu við "grimmdaræðið" - enda tveir hlutir ekki eins nema allir eiginleikar þeirra séu þeir sömu. Hinsvegar hljótum við að nálgast hugmyndir um grimmdaræði frjálshyggjunnar á hennar eigin forsendum - einkaframtakinu, og starfi ríkisvaldsins fyrir einkaframtakið. Þar koma auðvitað fyrst upp í hugann stríð Bandaríkjamanna fyrir olíunni og olíuleiðslunum. Og svo þrælkunarbúðir einkaframtaksins víða í þriðja heiminum, og samstarf einkaframtaksins og hins frjálshyggjusinnaða (eða bara markaðsdrifna - svo við leyfum Svíum nú að vera með) um að búa til aðstæður þar sem ýmisleg kúgun getur þrifist undir hlífiskildi "frelsisins". En auðvitað hlýtur vestræna frjálshyggjuríkið að hygla eigin þegnum, enda er neysla þeirra ekki síður undirstaða ríkisins/einkaframtaksins heldur en þrælarnir austur í Asíu. Ég er ekki endilega viss um að grimmdarverk frjálshyggjunnar sem fyrirbæris séu neitt skárri en grimmdarverk Sovétríkjanna eða þriðja ríkisins, þó þau séu ekki skipulögð með miðstýringu. Þessi sjálfvirkni frjálshyggjunnar lætur grimmdarverk hennar virðast síður grimmileg, þau virðast ekki jafn yfirveguð eða fyrirhuguð vegna þess að þau eru afleiðing kerfis en ekki eiginlegs valdboðs - enda firra stórfyrirtækin sig reglulega ábyrgð, vísa á undirverktaka og svo framvegis - en grimmdarverk þeirra eru ansi helvíti slæm þrátt fyrir undanbragðataktana. Það er léleg afsökun frjálshyggjumanna við grimmdarlegum afleiðingum frjálshyggjunnar að þessi grimmdarverk séu ólögleg, eða að þeim finnist líka að það ætti að banna þau. Peningar spyrja ekki hvert þeir mega fara eða hvað þeir mega gera, peningar láta sér nægja að framkvæma og er alveg sama þó einstaka þrælabúðastjóri lendi í fangelsi, eða einhverjar fáeinar ómerkilegar skrifstofublækur hjá Enron lendi í grjótinu - yfirgnæfandi meirihluti forstjóranna lifir af, og peningarnir skipta einfaldlega um hendur (í færri og færri hendur reyndar) ef einhver lendir í grjótinu. Valdið í Sovét var neglt niður, en vald dagsins er ekki bara fljótandi, það fossar fram eins og Ölfusá í leysingum - og það er alltaf vor. Bestu kveðjur, Eiríkur Lestu Nýhil: nyhil.org Og Fjallabaksleiðina - Með bakfjall í framrassinum! - blog.central.is/amen Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Ég var að lesa grein þína um ofsafengnu framfaratrúna, og rak örlítið í vörðurnar við setninguna "Nú ætla ég ekki að leggja lesti frjálshyggjunnar að jöfnu við grimmdaræði kommúnismans og nasismans." Nú ætla ég ekki heldur beinlínis að leggja "lestina" að jöfnu við "grimmdaræðið" - enda tveir hlutir ekki eins nema allir eiginleikar þeirra séu þeir sömu. Hinsvegar hljótum við að nálgast hugmyndir um grimmdaræði frjálshyggjunnar á hennar eigin forsendum - einkaframtakinu, og starfi ríkisvaldsins fyrir einkaframtakið. Þar koma auðvitað fyrst upp í hugann stríð Bandaríkjamanna fyrir olíunni og olíuleiðslunum. Og svo þrælkunarbúðir einkaframtaksins víða í þriðja heiminum, og samstarf einkaframtaksins og hins frjálshyggjusinnaða (eða bara markaðsdrifna - svo við leyfum Svíum nú að vera með) um að búa til aðstæður þar sem ýmisleg kúgun getur þrifist undir hlífiskildi "frelsisins". En auðvitað hlýtur vestræna frjálshyggjuríkið að hygla eigin þegnum, enda er neysla þeirra ekki síður undirstaða ríkisins/einkaframtaksins heldur en þrælarnir austur í Asíu. Ég er ekki endilega viss um að grimmdarverk frjálshyggjunnar sem fyrirbæris séu neitt skárri en grimmdarverk Sovétríkjanna eða þriðja ríkisins, þó þau séu ekki skipulögð með miðstýringu. Þessi sjálfvirkni frjálshyggjunnar lætur grimmdarverk hennar virðast síður grimmileg, þau virðast ekki jafn yfirveguð eða fyrirhuguð vegna þess að þau eru afleiðing kerfis en ekki eiginlegs valdboðs - enda firra stórfyrirtækin sig reglulega ábyrgð, vísa á undirverktaka og svo framvegis - en grimmdarverk þeirra eru ansi helvíti slæm þrátt fyrir undanbragðataktana. Það er léleg afsökun frjálshyggjumanna við grimmdarlegum afleiðingum frjálshyggjunnar að þessi grimmdarverk séu ólögleg, eða að þeim finnist líka að það ætti að banna þau. Peningar spyrja ekki hvert þeir mega fara eða hvað þeir mega gera, peningar láta sér nægja að framkvæma og er alveg sama þó einstaka þrælabúðastjóri lendi í fangelsi, eða einhverjar fáeinar ómerkilegar skrifstofublækur hjá Enron lendi í grjótinu - yfirgnæfandi meirihluti forstjóranna lifir af, og peningarnir skipta einfaldlega um hendur (í færri og færri hendur reyndar) ef einhver lendir í grjótinu. Valdið í Sovét var neglt niður, en vald dagsins er ekki bara fljótandi, það fossar fram eins og Ölfusá í leysingum - og það er alltaf vor. Bestu kveðjur, Eiríkur Lestu Nýhil: nyhil.org Og Fjallabaksleiðina - Með bakfjall í framrassinum! - blog.central.is/amen
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun