Hörð átök um 65 fatlaða nemendur 14. október 2004 00:01 Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira