Tvísýnar kosningar í Bandaríkjunum Þórlindur Kjartansson skrifar 15. október 2004 00:01 Nú eru tvær vikur þangað til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Eins og venjulega má gera ráð fyrir að þátttaka í kosningunum verði dræm miðað við evrópskan mælikvarða en þó er búist við að hún verði betri heldur en oft áður. Ýmislegt bendir til þess að Bandaríkjamenn séu áhugasamari um þessar kosningar og hefur það meðal annars komið fram í því að fleiri hafa fylgst með kappræðum frambjóðenda heldur en fyrir fjórum árum síðan. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Bush hafi heldur meira fylgi heldur en Kerry en sveiflurnar hafa verið miklar á undanförnum dögum. Í sumum könnunum eru keppinautarnir nánast jafnir en hvergi hefur Kerry mælst vera með umtalsvert forskot á forsetann. Ástæðulaust er þó að ætla að úrslitin séu nálægt því að vera ráðin. Líklegt er að stærstur hluti Íslendinga haldi með Kerry í þessum kosningum enda hafa repúblikanar aldrei höfðað sérstaklega til Evrópumanna. Við þetta bætist að stærstur hluti Íslendinga er samkvæmt skoðanakönnunum andsnúinn hernaðinum í Írak. Aðrir en Bandaríkjamenn hafa fæstir mikinn áhuga á því hvernig skattamálum í Bandaríkjunum er háttað en einblína á hvernig yfirburðarstöðu Bandaríkjanna á alþjóðlegum vettvangi er beitt auk þess gera flestir sér grein fyrir mikilvægi stjórnarstefnu Bandaríkjanna í heiminum. Þess vegna hafa menn um heim allan sterkari skoðanir á bandarískum stjórnmálum heldur en stjórnmálum í öðrum útlöndum. Það getur heldur ekki talist hæpið að telja að Íslendingar hafi flestir heldur takmarkaða trú á andlegum burðum Bush forseta og því er ekki að neita að sú mynd sem gjarnan blasir við af Bush er ekki til þess fallin að sannfæra Evrópumenn um að þar fari maður sem valdi þeirri stöðu sem hann hefur verið kosinn til að gegna. Raunar er hæpið að Íslendingum þætti Bush hæfur til þess að gegna embætti forstjóra í stórri ríkisstofnun eða jafnvel að vera verslunarstjóri í meðalstórri fatabúð. En það er forsetanum til happs að það eru ekki Evrópumenn sem kjósa forseta Bandaríkjanna og það verður einnig að virða honum það til vorkunnar að fjölmiðlar í Evrópu hafa ekki beinlínis keppst við það að draga upp jákvæða mynd af honum.Kerry hefur hins vegar ímynd sem fellur Evrópumönnum frekar í geð. Hann var harðsnúinn andstæðingur Víetnamstríðsins eftir að hann kom heim frá herþjónustu. Kerry er mun betur máli farinn en Bush og er almennt gáfulegri í fasi og háttum. Þetta þarf vitaskuld ekki að þýða að Kerry sé gáfaður eða að Bush sé heimskur. Í bandarískum stjórnmálum höfða menn til sinna markhópa rétt eins og markaðsmenn gera þegar þeir selja hverja aðra vöru. Bush leggur áherslu á að ná til sína atkvæðum þeirra sem vilja einfalda, skýra og sterka stefnu en Kerry treystir á stuðning þeirra sem sjá heiminn ekki í svörtu og hvítu heldur í mismunandi sterkum grátónum. Munurinn á stefnu Kerry og Bush í innanríkismálum er nokkur. Bush segist vilja einfalda skattkerfið og leggur áherslu á að lækka jaðarskatta og hefur gert það. Þetta kemur sér vel fyrir alla en hátekjufólk hagnast mest á slíkum breytingum, enda borgar hátekjufólk miklu meira í skatta en lágtekjufólk. Kerry er popúlískari í skattamálum og lofar að hækka ekki skatta á fjölskyldur sem hafa undir tvö hundruð þúsund í árstekjur (rúmlega milljón á mánuði) en hyggst hækka skattbyrði þeirra sem hafa hærri tekjur en það. Við þetta bætast ýmis konar fyrirætlanir um heilbrigðis-, mennta- og lífeyrismál sem frambjóðendurnir deila um. Það sem umheiminn varðar hins vegar mest um eru alþjóðleg viðfangsefni. Þar skiptir tvennt meginmáli. Annars vegar stefna í fríverslunarmálum og hins vegar fyrirætlanir um áframhaldandi stríðsrekstur Bandaríkjamanna í fjarlægum löndum. Hvað fríverslunarmál hafa báðir frambjóðendur talað eins og stuðningsmenn aukins frelsis þótt hvor um sig séu líklegir til þess að selja staðfestu sína í þeim efnum ef kosningahagsmunir krefjast þess. Líklegt má telja, sérstaklega í ljósi reynslunnar af Bush síðustu rúm þrjú ár, að litlu skipti fyrir þróun viðskiptafrelsis hvor frambjóðendanna nær kjöri. Hvað varðar stríðsrekstur í fjarlægum löndum þá gæti munurinn verið meiri. Bush hefur sýnt að hann vílar ekki fyrir sér að gera innrásarstríð ef hann telur það þjóna hagsmunum Bandaríkjanna. Það er ekki hægt að líta á árásina á Írak öðruvísi en landvinningastríð af gamla skólanum þótt tylliástæður hafi verið gefnar í aðdraganda og kjölfar hennar. Afar ólíklegt verður að teljast að Kerry hefði haldið út í slíkan leiðangur. Fyrir kosningarnar árið 2000 hafði Bush dágott foskot á Al Gore, mótframbjóðanda sinn, vikurnar fyrir kjördag. Þann 20. október árið 2000 hafði Bush ellefu prósentustiga forskot á Gore í könnun CNN og viku síðar var forskotið sjö stig. Tveimur dögum fyrir kjördag hafði Bush fimm prósentustiga forskot. Þessar kannanir voru gerðar á landsvísu og því kom það á óvart að Gore fékk á endanum fleiri atkvæði en Bush þótt kosningareglur og Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi tryggt Bush embættið.John Kerry er þekktur fyrir að vera öflugur frambjóðandi og þá sérstaklega á síðustu metrunum. Miðað við skoðanakannanir fyrir fjórum árum er staða hans sterkari heldur en staða Gore var þá. Þetta gefur stuðningsmönnum hans ástæðu til bjartsýni. Það er hins vegar vitað mál að allt frá síðustu kosningum hefur Repúblikanflokkurinn unnið að áætlunum sem eiga að tryggja að hið sama endurtaki sig ekki á ný. Þá virðist sem stuðningsmenn Bush hafi margir setið heima í stað þess að mæta á kjörstað. Þetta vilja Repúblikanar tryggja að gerist ekki á ný og hafa útbúið eitthvert öflugasta smölunarkerfi sem um getur til að tryggja að stuðningsmenn forsetans mæti á kjörstað. Miðað við stöðuna í könnunum má fastlega gera ráð fyrir því að úrslitin verði tvísýn. Þetta þýðir að starf flokkanna á kjördag mun ríða baggamuninn um úrslit. Þeir sem hafa yfir að ráða stærri hóp sjálfboðaliða og eiga auðveldara með að nálgast kjósendur sína munu að líkindum bera sigurorð af andstæðingnum. Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Áhugaverðar slóðir:Kosningasíða BushKosningasíða KerryKosningaumfjöllun New York TimesSjónvarpsstöðin CSPAN Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru tvær vikur þangað til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Eins og venjulega má gera ráð fyrir að þátttaka í kosningunum verði dræm miðað við evrópskan mælikvarða en þó er búist við að hún verði betri heldur en oft áður. Ýmislegt bendir til þess að Bandaríkjamenn séu áhugasamari um þessar kosningar og hefur það meðal annars komið fram í því að fleiri hafa fylgst með kappræðum frambjóðenda heldur en fyrir fjórum árum síðan. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að Bush hafi heldur meira fylgi heldur en Kerry en sveiflurnar hafa verið miklar á undanförnum dögum. Í sumum könnunum eru keppinautarnir nánast jafnir en hvergi hefur Kerry mælst vera með umtalsvert forskot á forsetann. Ástæðulaust er þó að ætla að úrslitin séu nálægt því að vera ráðin. Líklegt er að stærstur hluti Íslendinga haldi með Kerry í þessum kosningum enda hafa repúblikanar aldrei höfðað sérstaklega til Evrópumanna. Við þetta bætist að stærstur hluti Íslendinga er samkvæmt skoðanakönnunum andsnúinn hernaðinum í Írak. Aðrir en Bandaríkjamenn hafa fæstir mikinn áhuga á því hvernig skattamálum í Bandaríkjunum er háttað en einblína á hvernig yfirburðarstöðu Bandaríkjanna á alþjóðlegum vettvangi er beitt auk þess gera flestir sér grein fyrir mikilvægi stjórnarstefnu Bandaríkjanna í heiminum. Þess vegna hafa menn um heim allan sterkari skoðanir á bandarískum stjórnmálum heldur en stjórnmálum í öðrum útlöndum. Það getur heldur ekki talist hæpið að telja að Íslendingar hafi flestir heldur takmarkaða trú á andlegum burðum Bush forseta og því er ekki að neita að sú mynd sem gjarnan blasir við af Bush er ekki til þess fallin að sannfæra Evrópumenn um að þar fari maður sem valdi þeirri stöðu sem hann hefur verið kosinn til að gegna. Raunar er hæpið að Íslendingum þætti Bush hæfur til þess að gegna embætti forstjóra í stórri ríkisstofnun eða jafnvel að vera verslunarstjóri í meðalstórri fatabúð. En það er forsetanum til happs að það eru ekki Evrópumenn sem kjósa forseta Bandaríkjanna og það verður einnig að virða honum það til vorkunnar að fjölmiðlar í Evrópu hafa ekki beinlínis keppst við það að draga upp jákvæða mynd af honum.Kerry hefur hins vegar ímynd sem fellur Evrópumönnum frekar í geð. Hann var harðsnúinn andstæðingur Víetnamstríðsins eftir að hann kom heim frá herþjónustu. Kerry er mun betur máli farinn en Bush og er almennt gáfulegri í fasi og háttum. Þetta þarf vitaskuld ekki að þýða að Kerry sé gáfaður eða að Bush sé heimskur. Í bandarískum stjórnmálum höfða menn til sinna markhópa rétt eins og markaðsmenn gera þegar þeir selja hverja aðra vöru. Bush leggur áherslu á að ná til sína atkvæðum þeirra sem vilja einfalda, skýra og sterka stefnu en Kerry treystir á stuðning þeirra sem sjá heiminn ekki í svörtu og hvítu heldur í mismunandi sterkum grátónum. Munurinn á stefnu Kerry og Bush í innanríkismálum er nokkur. Bush segist vilja einfalda skattkerfið og leggur áherslu á að lækka jaðarskatta og hefur gert það. Þetta kemur sér vel fyrir alla en hátekjufólk hagnast mest á slíkum breytingum, enda borgar hátekjufólk miklu meira í skatta en lágtekjufólk. Kerry er popúlískari í skattamálum og lofar að hækka ekki skatta á fjölskyldur sem hafa undir tvö hundruð þúsund í árstekjur (rúmlega milljón á mánuði) en hyggst hækka skattbyrði þeirra sem hafa hærri tekjur en það. Við þetta bætast ýmis konar fyrirætlanir um heilbrigðis-, mennta- og lífeyrismál sem frambjóðendurnir deila um. Það sem umheiminn varðar hins vegar mest um eru alþjóðleg viðfangsefni. Þar skiptir tvennt meginmáli. Annars vegar stefna í fríverslunarmálum og hins vegar fyrirætlanir um áframhaldandi stríðsrekstur Bandaríkjamanna í fjarlægum löndum. Hvað fríverslunarmál hafa báðir frambjóðendur talað eins og stuðningsmenn aukins frelsis þótt hvor um sig séu líklegir til þess að selja staðfestu sína í þeim efnum ef kosningahagsmunir krefjast þess. Líklegt má telja, sérstaklega í ljósi reynslunnar af Bush síðustu rúm þrjú ár, að litlu skipti fyrir þróun viðskiptafrelsis hvor frambjóðendanna nær kjöri. Hvað varðar stríðsrekstur í fjarlægum löndum þá gæti munurinn verið meiri. Bush hefur sýnt að hann vílar ekki fyrir sér að gera innrásarstríð ef hann telur það þjóna hagsmunum Bandaríkjanna. Það er ekki hægt að líta á árásina á Írak öðruvísi en landvinningastríð af gamla skólanum þótt tylliástæður hafi verið gefnar í aðdraganda og kjölfar hennar. Afar ólíklegt verður að teljast að Kerry hefði haldið út í slíkan leiðangur. Fyrir kosningarnar árið 2000 hafði Bush dágott foskot á Al Gore, mótframbjóðanda sinn, vikurnar fyrir kjördag. Þann 20. október árið 2000 hafði Bush ellefu prósentustiga forskot á Gore í könnun CNN og viku síðar var forskotið sjö stig. Tveimur dögum fyrir kjördag hafði Bush fimm prósentustiga forskot. Þessar kannanir voru gerðar á landsvísu og því kom það á óvart að Gore fékk á endanum fleiri atkvæði en Bush þótt kosningareglur og Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi tryggt Bush embættið.John Kerry er þekktur fyrir að vera öflugur frambjóðandi og þá sérstaklega á síðustu metrunum. Miðað við skoðanakannanir fyrir fjórum árum er staða hans sterkari heldur en staða Gore var þá. Þetta gefur stuðningsmönnum hans ástæðu til bjartsýni. Það er hins vegar vitað mál að allt frá síðustu kosningum hefur Repúblikanflokkurinn unnið að áætlunum sem eiga að tryggja að hið sama endurtaki sig ekki á ný. Þá virðist sem stuðningsmenn Bush hafi margir setið heima í stað þess að mæta á kjörstað. Þetta vilja Repúblikanar tryggja að gerist ekki á ný og hafa útbúið eitthvert öflugasta smölunarkerfi sem um getur til að tryggja að stuðningsmenn forsetans mæti á kjörstað. Miðað við stöðuna í könnunum má fastlega gera ráð fyrir því að úrslitin verði tvísýn. Þetta þýðir að starf flokkanna á kjördag mun ríða baggamuninn um úrslit. Þeir sem hafa yfir að ráða stærri hóp sjálfboðaliða og eiga auðveldara með að nálgast kjósendur sína munu að líkindum bera sigurorð af andstæðingnum. Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Áhugaverðar slóðir:Kosningasíða BushKosningasíða KerryKosningaumfjöllun New York TimesSjónvarpsstöðin CSPAN
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun