Óákveðnir og nýir ráða úrslitum 18. október 2004 00:01 Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. David Rohde kennir stjórnmálafræði við Michigan-háskóla og hefur um árabil fylgst með og rannsakað kosningahegðun bandarískra kjósenda. Hann segir að það séu nokkrir óvissuþættir í kapphlaupinu um Hvíta húsið þó að fáir séu óákveðnir. Hann telur sig vita á hverju líklegt sé að úrslitin velti og þess vegna viti hann ekki hver niðurstaðan verði. Rohde segist þess fullviss að niðurstaðan velti kosningaþátttöku. „Oft er það ekki þannig en ég tel að sú sé raunin núna,“ segir Rohde. Þetta getur komið báðum frambjóðendum til góða. Árið 2000 kusu til að mynda óvenjufáir kristnir íhaldsmenn sem eru sterkur hópur meðal repúblikana. Daginn fyrir kosningar var Bush með allt að fimm prósentustiga forskot í könnunum en var að lokum með um hálfri milljón atkvæða færra, að hluta til vegna þessa. Rohde segir hina hliðina á þátttökujöfnunni snúast um skráningu nýrra kjósenda sem hafi verið að gerast í stórum stíl undanfarið. Það sé hins vegar staðbundið, þ.e. dreifist ekki jafnt yfir landið og ekki jafnt innan ríkjanna. „Mest hefur verið um þetta í stórborgum þar sem eru stórir minnihlutahópar,“ segir Rohde. „Ef þessir nýju kjósendur mæta á kjörstað kemur það sér vel fyrir demókrata - en við vitum það ekki. Þótt þeir séu nýskráðir kjósendur er ekki víst að þeir mæti á kjörstað.“ Það sem skipti því mestu máli í sambandi við kosningaþátttökuna er hvað íhaldssamir, kristnir kjósendur geri og hvað hinir nýskráðu geri. „Þeir geta jafnað hver annan út eða þá að annar hópurinn verður miklu stærri en hinn. Ég held að þetta muni ráða úrslitum,“ segir David Rohde. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þeir kjósendur sem ennþá eru óákveðnir og þeir sem aldrei hafa kosið áður koma til með að ráða úrslitum forsetakosninganna vestan hafs. Þetta er mat Davids Rohdes sem er einhver þekktasti sérfræðingur í kosningahegðun í Bandaríkjunum. David Rohde kennir stjórnmálafræði við Michigan-háskóla og hefur um árabil fylgst með og rannsakað kosningahegðun bandarískra kjósenda. Hann segir að það séu nokkrir óvissuþættir í kapphlaupinu um Hvíta húsið þó að fáir séu óákveðnir. Hann telur sig vita á hverju líklegt sé að úrslitin velti og þess vegna viti hann ekki hver niðurstaðan verði. Rohde segist þess fullviss að niðurstaðan velti kosningaþátttöku. „Oft er það ekki þannig en ég tel að sú sé raunin núna,“ segir Rohde. Þetta getur komið báðum frambjóðendum til góða. Árið 2000 kusu til að mynda óvenjufáir kristnir íhaldsmenn sem eru sterkur hópur meðal repúblikana. Daginn fyrir kosningar var Bush með allt að fimm prósentustiga forskot í könnunum en var að lokum með um hálfri milljón atkvæða færra, að hluta til vegna þessa. Rohde segir hina hliðina á þátttökujöfnunni snúast um skráningu nýrra kjósenda sem hafi verið að gerast í stórum stíl undanfarið. Það sé hins vegar staðbundið, þ.e. dreifist ekki jafnt yfir landið og ekki jafnt innan ríkjanna. „Mest hefur verið um þetta í stórborgum þar sem eru stórir minnihlutahópar,“ segir Rohde. „Ef þessir nýju kjósendur mæta á kjörstað kemur það sér vel fyrir demókrata - en við vitum það ekki. Þótt þeir séu nýskráðir kjósendur er ekki víst að þeir mæti á kjörstað.“ Það sem skipti því mestu máli í sambandi við kosningaþátttökuna er hvað íhaldssamir, kristnir kjósendur geri og hvað hinir nýskráðu geri. „Þeir geta jafnað hver annan út eða þá að annar hópurinn verður miklu stærri en hinn. Ég held að þetta muni ráða úrslitum,“ segir David Rohde.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira