Forsetaembættið 18. október 2004 00:01 Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í greinargerð með frumvarpinu segir hann að markmiðið með frumvarpinu sé meðal annars að gera stjórnarskrána skýrari því hún sé "um margt torræð lesning og alls ekki auðskilin". Pétur bendir á að ákvæði í stjórnarskránni er varða hlutverk forseta Íslands séu "ekki auðskilin venjulegu fólki og er það miður að stjórnarskráin sem á að vernda borgarana sé ekki skýrari". Almenningur les ekki lög Spyrja má: er rétt að ganga svo langt að leggja niður forsetaembættið í því skyni að auðvelda "venjulegu fólki" skilning á stjórnarskránni? Ef tilgangurinn með því að leggja niður forsetaembættið er sá að "vernda borgarana", væri ekki nær að efla starfsemi umboðsmanns Alþingis, til að mynda, en eitt helsta hlutverk hans er að gæta hagsmuna almennings gagnvart stjórnvaldinu? Þó svo að stjórnarskráin yrði gerð aðgengilegri og einfaldari er alls ekki þar með sagt að hagsmunir almennings séu tryggðir. Það kemur ávallt í hlut tiltekins hagsmunagæsluaðila að gæta þess að ekki sé brotið á rétti almennings, og sá hefur yfirleitt sérþekkingu á stjórnarskránni og því er ekki nauðsynlegt að einfalda hana og skýra af þeim orsökum. Sjálfsagt að taka af tvímæli Það dylst engum, sem fylgst hefur með þjóðfélagsumræðunni undanfarið síðasta hálfa árið, að mikill styrr hefur staðið um ákvæði í stjórnarskránni er varða synjunarvald forseta. Tekist hafa á tvær fylkingar sem báðar virðast þó sammála um nauðsyn þess að löggjafarvaldi sé veitt aðhald. Upp hafa komið hugmyndir um að innleiða í stjórnarskrána ákvæði er heimila almenningi að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál. Væri því ekki nær að taka af öll tvímæli er varða hina títtnefndu 26. grein stjórnarskrárinnar og deilurnar hafa staðið um? Er virkilega þörf á að leggja niður forsetaembættið í því skyni að skýra ákvæði stjórnarskrárinnar? Forseti Alþingis taki við flestum skyldum Pétur Blöndal bendir á það, í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi, "að embættið er þýðingarmest í þeim tilgangi að sækja vinaríki heim, taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum og sækja mannamót þegar mikið liggur við". Pétur leggur til að forseti Alþingis taki við skyldum þjóðhöfðingja og aðrar skyldur forseta verði uppfylltar af forsætisráðherra og forseta Hæstaréttar."Við það mundu sparast miklir fjármunir sem væru betur komnir annars staðar og þær eru í fullu samræmi við íslenskt þjóðfélag sem byggist á miklu jafnrétti fólks og er að mestu laust við stéttskiptingu og prjál," segir Pétur. Hugsjónir forseta aðar en þingmanna Eitt er athugavert við þessa annars góðu hugmynd. Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, gerir það með það fyrir augum að stærsti hluti starfsins verði að sinna opinberum heimsóknum, klippa á borða, heilsa almenningi. Honum er ekki ætlað að taka þátt í pólitískri umræðu eða starfi. Sá sem hins vegar býður sig fram til Alþingis gerir það af þeim sökum að sá hinn sami hefur væntingar til þess að geta lagt sitt af mörkum til þess að bæta samfélagið, hann eða hún hefur ákveðnar stjórnmálaskoðanir og markmið og fyrirætlanir í samræmi við það. Það væri því ansi súrt í broti fyrir þann sem eitt helsta markmið í starfi væri að láta af sér leiða í stjórnmálaumræðunni, að þurfa að eyða mestum hluta tíma síns í að klippa á borða víðs vegar um land og brosa framan í myndavélar við hlið erlendra þjóðhöfðingja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir -sda@frettabladid.is
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun